Erlent

Samningar takast milli Grikkja og evruríkjanna

Bjarki Ármannsson skrifar
Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands.
Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands. Vísir/EPA
Grikkland og evruríkin hafa komist að samkomulagi um að framlengja fjárhagsaðstoð Evrópusambandsins til Grikkja um fjóra mánuði. Þetta var tilkynnt eftir neyðarfund í Brussel í dag en lánið til Grikklands átti að renna út um næstu mánaðamót.

Jeroen Dijsselbloem, fjármálaráðherra Hollands og fundarstjóri Eurogroup-fundarins, segir að Grikkland hafi ítrekað vilja sinn til þess að ganga frá öllum lánagreiðslum til ESB á skikkanlegum tíma.

Samkomulagið þýðir að Grikkir eiga ekki í hættu á að verða gjaldþrota í næsta mánuði. Evran styrktist gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að tilkynnt var um samkomulagið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×