Með myndir af þjófnum Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2015 14:30 Kolbrún Dröfn Jónsdóttir og sá sem reyndi að komast inn í síma hennar. Kolbrún Dröfn Jónsdóttir tapaði síma sínum af gerðinni Samsung Galaxy S3 í janúar síðastliðnum. Hún var þó með app, eða smáforrit, í símanum sem tekur myndir þegar einhver reynir að brjótast inn í símann. Myndirnar fær hún svo sendar á póstfang sitt. Skömmu eftir að Kolbrún tapaði símanum fékk hún myndir af tveimur einstaklingum sem voru að reyna að opna hann. Hún leitaði hjálpar á Facebook við að reyna að hafa upp á þeim sem voru með símann. Hún hafði einnig samband við lögregluna, skilaði inn skýrslu og lét myndirnar fylgja með. „Það hefur ekkert komið út úr því. Ég hélt nú að þetta myndi hjálpa. Ég er þó búin að fá margar ábendingar frá fólki um hver þetta gæti verið,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Borgar enn af símanum Hún segir að einhverjir hafi sett sig á móti því að hún hafi birt myndirnar, en að flestir hafi verið jákvæðir og hjálpsamir. „Fólk er enn að tala við mig og að senda mér skilaboð. Það eru allir mjög hjálpsamir og vingjarnlegir. Ég vildi bara finna símann minn. Það er það eina sem ég var að biðja um.“ Forritið sem Kolbrún notaði heitir Thief Tracker og er hægt að fá bæði fyrir Android og Apple síma. Myndirnar sem hún fékk voru þó mjög dökkar og erfitt að sjá hver er með símann. Skjár símans er brotinn og Kolbrún skilur ekki af hverju einhver vill halda símanum. Hún vill þó fá símann aftur og er enn að borga af honum. Hún hefur haft samband við nokkra einstaklinga sem henni hefur verið bent á, en þeir segjast ekki hafa komið að málinu. „Ég gefst ekkert upp því það er allt í þessu. Þetta er í raun líf mitt, eins og þessir símar eru orðnir í dag.“ Tækni Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kolbrún Dröfn Jónsdóttir tapaði síma sínum af gerðinni Samsung Galaxy S3 í janúar síðastliðnum. Hún var þó með app, eða smáforrit, í símanum sem tekur myndir þegar einhver reynir að brjótast inn í símann. Myndirnar fær hún svo sendar á póstfang sitt. Skömmu eftir að Kolbrún tapaði símanum fékk hún myndir af tveimur einstaklingum sem voru að reyna að opna hann. Hún leitaði hjálpar á Facebook við að reyna að hafa upp á þeim sem voru með símann. Hún hafði einnig samband við lögregluna, skilaði inn skýrslu og lét myndirnar fylgja með. „Það hefur ekkert komið út úr því. Ég hélt nú að þetta myndi hjálpa. Ég er þó búin að fá margar ábendingar frá fólki um hver þetta gæti verið,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Borgar enn af símanum Hún segir að einhverjir hafi sett sig á móti því að hún hafi birt myndirnar, en að flestir hafi verið jákvæðir og hjálpsamir. „Fólk er enn að tala við mig og að senda mér skilaboð. Það eru allir mjög hjálpsamir og vingjarnlegir. Ég vildi bara finna símann minn. Það er það eina sem ég var að biðja um.“ Forritið sem Kolbrún notaði heitir Thief Tracker og er hægt að fá bæði fyrir Android og Apple síma. Myndirnar sem hún fékk voru þó mjög dökkar og erfitt að sjá hver er með símann. Skjár símans er brotinn og Kolbrún skilur ekki af hverju einhver vill halda símanum. Hún vill þó fá símann aftur og er enn að borga af honum. Hún hefur haft samband við nokkra einstaklinga sem henni hefur verið bent á, en þeir segjast ekki hafa komið að málinu. „Ég gefst ekkert upp því það er allt í þessu. Þetta er í raun líf mitt, eins og þessir símar eru orðnir í dag.“
Tækni Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira