Erlent

Fjármálaráðherrar evruríkja samþykkja umbótatillögur Grikkja

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Fjármálaráðherrar evruríkjanna hafa samþykkt umbótatillögur grískra stjórnvalda. Þetta merkir að Grikkir munu að öllum líkindum fá framlengingu á lánum sínum til fjögurra mánaða.

Í frétt BBC segir að þjóðþing nokkurra aðildarríkja munu þó þurfa að greiða atkvæði um tillögurnar.

Pierre Moscovici, framkvæmdastjóra fjármála-, skatta- og tollamála framkvæmdastjórnar ESB, segir að með samþykkt ráðherranna hafi tekist að koma í veg fyrir neyðarástand.

Hefðu Grikkir ekki fengið framlenginu á lánum sínum myndu opinberir sjóðir þeirra tæmast fljótt.


Tengdar fréttir

Grikkir búnir að skila tillögum sínum

ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfa að samþykkja tillögurnar til að Grikkir fái fjögurra mánaða framlengingu á lánum sínum.

Áætlun Grikkja að vænta í dag

Gríska ríkisstjórnin hefur frestað umbótaáætlunum sínum til dagsins í dag en til stóð að áætlunin yrði send lánardrottnum Grikkja í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×