Sport

Vilja banna notkun alls tóbaks á vellinum

Hafnaboltaleikmaður með munntóbak skyrpir hraustlega.
Hafnaboltaleikmaður með munntóbak skyrpir hraustlega. vísir/getty
Stjórnvöld í Kaliforníu hafa einsett sér að útrýma notkun alls tóbaks á íþróttaleikvöngum í fylkinu.

Frumvarp liggur nú fyrir þessa efnis. Það bannar notkun á öllu munntóbaki en margir Bandaríkjamenn nota svokallað jórturtóbak sem þeir tyggja og skyrpa síðan fyrir allan peninginn.

Löngu er búið að banna reykingar á völlunum en nú verður skrefið stigið alla leið því einnig á að banna notkun á rafsígarettum.

Verði frumvarpið samþykkt, sem þykir líklegt, þá gæti það komið illa við þá leikmenn sem vilja tyggja tóbak og hrækja er þeir spila.

Það má því búast við að einhverjir mótmæli áður en frumvarpið nær í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×