Maðurinn sem lak leynigögnum HSBC: „Bankar hafa búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2015 10:47 Herve Falciani, fyrrum starfsmaður HSBC-bankans, sem lak gögnum sem talin eru sanna að bankinn aðstoðaði viðskiptavini sína við skattaundanskot. Vísir/AFP Leynigögn frá útibúi breska bankans HSBC í Sviss sem gerð voru opinber um helgina þykja sanna að starfsmenn bankans aðstoðuðu viðskiptavini sína við að fela peninga og eignir fyrir yfirvöldum svo þeir kæmust hjá því að greiða skatta. Maðurinn sem tók afrit af gögnunum og lak þeim heitir Herve Falciani og er kerfisfræðingur. Hann ólst upp í Mónakó, er með tvöfalt ríkisfang, franskt og ítalskt og hóf störf hjá HSBC-bankanum árið 2000. Sex árum síðar fór hann til starfa hjá útibúi bankans í Sviss. Á árunum 2006 og 2007 safnaði hann leynilegum gögnum um meira en 106.000 viðskiptavini bankans frá meira en 200 löndum, en eins og greint var frá í gær voru margir viðskiptavinir bankans þekktir úr skemmtanaiðnaðinum, íþróttaheiminum og jafnvel úr konungsfjölskyldum.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC.Svikinn af ástkonu sinni? Snemma árs 2008 flaug Falciani til Líbanon með samstarfsmanni sínum Georgina Mikhael. Mikahel segir að þau hafi átt í ástarsambandi, en Falciani var giftur, tveggja barna faðir. Hún segir að Falciani hafi játað fyrir henni að hann hafi farið að vinna hjá HSBC til þess að geta safnað viðkvæmum upplýsingum um viðskiptavini og selt þær síðan til þriðja aðila. Falciani hefur neitað því að hann og Mikhael hafi átt í ástarsambandi. Hún hafi hins vegar komið með honum til Líbanon eftir að menn sem sögðust vera frá ísraelsku leyniþjónustunni báðu Falciani um að fara þangað og upplýsa bankastjóra um lekann á gögnum HSBC. Falciani og Mikhael hittu fjóra bankastjóra í Líbanon. Falciani notaði dulnefni en Georgina Mikhael sitt eigið nafn. Svissnesk yfirvöld komust á spor hennar og yfirheyrðu hana þar til hún sagði til Falciani. Hann var síðan handtekinn í Sviss 22. desember 2008 og yfirheyrðu hann í nokkra klukkutíma. Honum var síðan sleppt og skipað að mæta aftur til yfirheyrslu strax daginn eftir en Falciani kom aldrei heldur flúði land og fór til Frakklands.Nýtur verndar frönsku leyniþjónustunnar Þegar Falciani var kominn í öruggt skjól í Suður-Frakklandi hringdi hann í svissnesku lögregluna og sagðist ætla að eyða jólum og áramótum með fjölskyldunni í Frakklandi. Hann lofaði að koma svo aftur til Sviss á nýju ári en svissnesk yfirvöld bíða enn eftir því að hann efni það loforð. Þau hafa nú í 6 ár reynt að hafa hendur í hári uppljóstrarans en án árangurs, meðal annars vegna þess að frönsk lög banna framsal franskra ríkisborgara til annarra landa. Falciani sendi frönsku ríkisstjórninni gögnin sem hann hafði komist yfir frá HSBC sem sendi þau til skattayfirvalda í öðrum löndum. Gögnin hafa leitt til þess að einstaklingar hafa verið sóttir til saka fyrir skattsvik og þurft að borga milljónir dollara til baka til yfirvalda. Falciani nýtur nú verndar frá frönsku leyniþjónustunni þar sem óttast er um öryggi hans. Haft hefur verið eftir Falciani að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé til fólk sem segi sannleikann og bendi á samfélagsleg vandamál. Þá segist hann trúa því að bankar, eins og HSBC, „hafi búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins með því að hjálpa til við skattaundanskot og peningaþvætti.“ Tengdar fréttir Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Leynigögn frá útibúi breska bankans HSBC í Sviss sem gerð voru opinber um helgina þykja sanna að starfsmenn bankans aðstoðuðu viðskiptavini sína við að fela peninga og eignir fyrir yfirvöldum svo þeir kæmust hjá því að greiða skatta. Maðurinn sem tók afrit af gögnunum og lak þeim heitir Herve Falciani og er kerfisfræðingur. Hann ólst upp í Mónakó, er með tvöfalt ríkisfang, franskt og ítalskt og hóf störf hjá HSBC-bankanum árið 2000. Sex árum síðar fór hann til starfa hjá útibúi bankans í Sviss. Á árunum 2006 og 2007 safnaði hann leynilegum gögnum um meira en 106.000 viðskiptavini bankans frá meira en 200 löndum, en eins og greint var frá í gær voru margir viðskiptavinir bankans þekktir úr skemmtanaiðnaðinum, íþróttaheiminum og jafnvel úr konungsfjölskyldum.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC.Svikinn af ástkonu sinni? Snemma árs 2008 flaug Falciani til Líbanon með samstarfsmanni sínum Georgina Mikhael. Mikahel segir að þau hafi átt í ástarsambandi, en Falciani var giftur, tveggja barna faðir. Hún segir að Falciani hafi játað fyrir henni að hann hafi farið að vinna hjá HSBC til þess að geta safnað viðkvæmum upplýsingum um viðskiptavini og selt þær síðan til þriðja aðila. Falciani hefur neitað því að hann og Mikhael hafi átt í ástarsambandi. Hún hafi hins vegar komið með honum til Líbanon eftir að menn sem sögðust vera frá ísraelsku leyniþjónustunni báðu Falciani um að fara þangað og upplýsa bankastjóra um lekann á gögnum HSBC. Falciani og Mikhael hittu fjóra bankastjóra í Líbanon. Falciani notaði dulnefni en Georgina Mikhael sitt eigið nafn. Svissnesk yfirvöld komust á spor hennar og yfirheyrðu hana þar til hún sagði til Falciani. Hann var síðan handtekinn í Sviss 22. desember 2008 og yfirheyrðu hann í nokkra klukkutíma. Honum var síðan sleppt og skipað að mæta aftur til yfirheyrslu strax daginn eftir en Falciani kom aldrei heldur flúði land og fór til Frakklands.Nýtur verndar frönsku leyniþjónustunnar Þegar Falciani var kominn í öruggt skjól í Suður-Frakklandi hringdi hann í svissnesku lögregluna og sagðist ætla að eyða jólum og áramótum með fjölskyldunni í Frakklandi. Hann lofaði að koma svo aftur til Sviss á nýju ári en svissnesk yfirvöld bíða enn eftir því að hann efni það loforð. Þau hafa nú í 6 ár reynt að hafa hendur í hári uppljóstrarans en án árangurs, meðal annars vegna þess að frönsk lög banna framsal franskra ríkisborgara til annarra landa. Falciani sendi frönsku ríkisstjórninni gögnin sem hann hafði komist yfir frá HSBC sem sendi þau til skattayfirvalda í öðrum löndum. Gögnin hafa leitt til þess að einstaklingar hafa verið sóttir til saka fyrir skattsvik og þurft að borga milljónir dollara til baka til yfirvalda. Falciani nýtur nú verndar frá frönsku leyniþjónustunni þar sem óttast er um öryggi hans. Haft hefur verið eftir Falciani að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé til fólk sem segi sannleikann og bendi á samfélagsleg vandamál. Þá segist hann trúa því að bankar, eins og HSBC, „hafi búið til kerfi sem gerir þá ríka á kostnað samfélagsins með því að hjálpa til við skattaundanskot og peningaþvætti.“
Tengdar fréttir Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kvikmyndastjörnur og íþróttamenn í leynigögnum HSBC Svo virðist sem útibú bankans hafi verið vinsælt hjá fræga og ríka fólkinu. 9. febrúar 2015 12:20
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23