Körfubolti

KR-ingar redduðu sér í lokin á móti Snæfelli | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingar misstu niður sautján stiga forskot í þriðja leikhlutanum á móti Snæfelli í DHL-höllinni í kvöld en komu til baka í lokin og tryggðu sér níunda heimasigurinn í röð í Dominos-deildinni í körfubolta í vetur.

KR vann Snæfell á endanum með sex stigum, 89-83 en KR-liðið vann síðustu þrjár mínútur leiksins 16-5.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum myndum hér fyrir ofan.

Michael Craion var með 26 stig og 12 fráköst hjá KR, Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og Pavel Ermolinskij var með 15 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Christopher Woods skoraði 27 stig fyrir Snæfell og þeir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson voru með 17 stig hvor.

KR-ingar unnu fyrsta leikhlutann 23-12 og voru í góðum málum í hálfleik enda sautján stigum yfir, 45-28.

Snæfellingar voru ekki á því að gefast upp og tókst að jafna metin í 55-55 eftir að hafa skorað 27 af fyrstu 37 stigum seinni hálfleiksins.

Hólmararnir gerðu gott betur því þeir unnu þriðja leikhlutann á endanum 36-18 og voru þar með einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 64-63. Christopher Woods og Sigurður Þorvaldsson skoruðu báðir tólf stig fyrir Snæfell í leikhlutanum.

Snæfell var fimm stigum yfir þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 78-73, en þá kom frábær 14-3 sprettur frá KR-liðinu sem gerði út um leikinn.



KR-Snæfell 89-83 (23-12, 22-16, 18-36, 26-19)

KR: Michael Craion 26/12 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 19, Pavel Ermolinskij 15/11 fráköst/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Björn Kristjánsson 2.

Snæfell: Christopher Woods 27/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/4 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 8/4 fráköst/8 stoðsendingar, Snjólfur Björnsson 2, Sveinn Arnar Davíðsson 2.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Ísak Ernir Kristinsson





Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, var með 19 stig í kvöld. Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×