Fótbolti

Markovic dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir þetta pot | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lazar Markovic, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, má ekki spila næstu fjóra Evrópuleiki liðsins eftir að UEFA dæmdi hann í fjögurra leikja bann í dag.

Lazar Markovic fékk rauða spjaldið í leik á móti Basel í Meistaradeildinni í desember en þessi 20 ára Serbo sló þá til Behrang Safari, leikmanns Basel.

Að segja að Markovic hafi slegið til Safari er kannski fullt mikið sagt en hann potaði í hann um leið og hann lék með boltann framhjá honum. Það er hægt að sjá myndband af brotinu hér fyrir ofan.

Beint rautt spjald þýðir sjálfkrafa þriggja leikja bann en auk þess fékk leikmaður einn leik til viðbótar af því að hann var einnig rekinn af velli í Evrópudeildarleik með Benfica í maí í fyrra.

Lazar Markovic missir því af báðum leikjum Liverpool á móti Besiktas í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar auk þess að hann má ekki vera með Liverpool í leikjunum í sextán liða úrslitunum komist liðið áfram.





Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×