Forsætisráðherra ítrekar ásakanir um mistök við endurreisn bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2015 18:45 Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira
Forsætisráðherra segir að skýrsla Brynjars Níelssonar staðfesti að frekari rannsókn verði að fara fram á pólitískum mistökum sem fyrri ríkisstjórn gerði við stofnun nýju bankanna. Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir að svo virðist sem forsætisráðherra hafi lesið aðra skýrslu en hann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra hvert álit hans væri á ásökunum Víglundar Þorsteinssonar um að ráðherrar fyrri ríkisstjórnar hefðu gerst brotlegir við lög og kostað almenning í landinu stórar fjárhæðir vegna þess hvernig þeir hafi hyglt erlendum kröfuhöfum við stofnun nýju bankanna nú þegar Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði skilað skýrslu um málið. Í henni kæmi fram að engin brot hefðu verið framin og sú leið sem stjórnvöld fóru hefði sparað ríkissjóði stórar fjárhæðir. En forsætisráðherra hefði tekið undir ásakanir Víglundar með stóryrtum yfirlýsingum í fjölmiðlum. „Virðulegur forseti. Ég er sammála því mati háttvirts þingmanns Brynjars Níelssonar að tilefni sé til að kanna þessi mál áfram. Tilefni sé til að rannsaka þau. Á nákvæmlega sama hátt og ég hef áður lýst því að tilefni væri til slíks,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í svari sínu til Árna Páls. Forsætisráðherra segir mistök fyrri ríkisstjórnar meðal annars birtast í 300 milljarða króna hagnaði nýju bankanna frá því þeir voru stofnaðir, m.a. vegna þess afsláttar sem þeir fengu á lánasöfnum gömlu bankanna. Afsláttar sem ekki hefði skilað sér til fólksins í landinu. Hann hafi hins vegar ekki haldið því fram að lög hafi verið brotin. Málið snérist um pólitískar ákvarðanir. „Rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir. Ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna,“ áréttaði Sigmundur Davíð. „Svo virðist sem að hæstvirtur forsætisráðherra hafi heyrt í einhverjum öðrum Brynjari Níelssyni en ég,“ sagði Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar sem gekk á forsætisráðherra með hvers konar rannsókn hann vildi að færi fram. En Sigmundur Davíð sagði aðalatriðið að menn lærðu af fyrri mistökum og tiltók enga sérstaka rannsóknaraðferð. Róbert kannaðist ekki við þær niðurstöður Brynjars sem forsætisráðherra tiltók. „Vegna þess að mér fannst hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri útilokað að taka undir sjónarmið Víglundar. Og ekkert benti til svika og blekkinga við endurreisn bankanna,“ sagði Róbert Marshall á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Sjá meira