Fótbolti

Gerrard: Mario sýndi Henderson smá óvirðingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
„Það verður að hrósa Mario, hann skoraði. En það er ekki gaman að sjá samherja rífast,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, eftir sigur hans manna á Besiktas í Evrópudeildinni í kvöld.

Gerrard spilaði ekki með í kvöld vegna meiðsla og bar Jordan Henderson fyrirliðabandið í fjarveru hans. Þegar Jordan Ibe fékk svo vítaspyrnu á 85. mínútu virtist einhver reikistefna um hver ætti að taka vítið.

Sjá einnig: Vítaspyrna Balotelli tryggði sigurinn

Balotelli hirti strax boltann og stillti sér upp en þeir Henderson og Daniel Sturridge höfðu ýmislegt að athuga við það. Að lokum tók Balotelli spyrnuna og skoraði en Henderson viðurkenndi eftir leik að hann vildi taka spyrnuna sjálfur.

„Mér fannst Jordan takast mjög vel á málinu. Hann sá að Mario langaði virkilega mikið til að skora og Jordan gekk í burtu á rétta augnablikinu. Hann kom þessu svo vel frá sér í viðtalinu eftir leikinn.“

Sjá einnig: Henderson: Ég vildi taka vítið

„Jordan er fyriliðinn og Mario sýndi honum smá óvirðingu í þessu atviki. En hann skoraði afar mikilvægt mark. Ég held að sex eða sjö leikmenn vildu taka þetta víti og hvað gerist ef þeir segjast allir vilja taka það. Reglurnar eru ekki til staðar að ástæðulausu.“

„Jordan hefði átt að taka vítaspyrnuna. Þetta var ekki nógu góð hegðun hjá Mario.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×