Sport

Vaknar á nóttunni til þess að keyra ruslabíl

Sherman var á ferðinni í Super Bowl í gær.
Sherman var á ferðinni í Super Bowl í gær. vísir/getty
Faðir eins besta varnarmanns NFL-deildarinnar hefur ekki áhuga á því að láta soninn sjá fyrir sér.

Kevin Sherman, faðir Richard Sherman, leikmanns Seattle Seahawks, vaknar klukkan 3.45 á hverri nóttu til þess að keyra ruslabíl í Los Angeles.

Sonur hans er nýbúinn að skrifa undir samning sem færir honum 56 milljónir dollara í vasann og hann gæti því hæglega séð fyrir allri fjölskyldunni. Pabbinn vill ekki sjá peningana.

Sherman klikkar aldrei á því að mæta í vinnuna og vinnur líka oft á rauðum dögum til þess að fá yfirvinnu. Hann fer á eftirlaun eftir 18 mánuði og ætlar að klára þá.

„Starfið heldur mér uppteknum og er auðvelt í dag. Ég vil komast á eftirlaun með þeim réttindum sem því fylgir. Sonur minn þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af mér," sagði Kevin.

Starfið er ekki alltaf auðvelt fyrir Kevin sem missti hægra augað er hann var 14 ára gamall. Hann var þá að keyra go-kart bíl sem sprakk.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×