Niki Lauda vill sjá þúsund hestafla formúlu eitt bíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. janúar 2015 23:00 Niki Lauda McLaren-TAG Porsche 1984 Vísir/Getty Niki Lauda segir að Formúlu 1 liðin verði að standa föst á að fá heimild fyrir 1000 hestafla bílum fyrir tímabilið 2017. Lauda telur núverandi bíla, sem eru um 750 hestöfl vera of auðvelda í akstri. Niðurstaða fundar vélaframleiðenda fyrr á árinu var sú að óska eftir að fá að nota meira eldsneyti. Vélaframleiðendurnir telja að með auknu eldsneytisflæði mætti koma núverandi vélum yfir 1000 hestafla múrinn. „Það er hætta á að við töpum sífellt fleiri aðdáendum vegna þess að F1 verði óaðlaðandi,“ segir Lauda sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil í hinum gríðarlega öfluga McLaren-TAG Porsche árið 1984. (Sem sjá má á mynd.) „Þetta ættu auðvitað að vera 1200 hestöfl, ásamt breiðari dekkjum og loftflæði hjálp, aflið á að koma fljótt inn þannig að það þurfi að vanda aksturinn gríðarlega,“ bætti Lauda við. Hann vill halda í rafkerfin en auka aflið og styður hugmynd vélaframleiðanda um að stækka eldsneytistankinn og auka flæðið. „Núverandi F1 bílar eru þannig að flestir Gp2 og F3 ökumenn geta náð hinum reynslumeiri ökumönnum á ansi stuttum tíma án þess að þurfa að taka mikla áhættu,“ sagði fyrru heimsmeistarinn. „Fyrir einhverjum tíma síðan voru ungir ökumenn virkilega áhyggjufullir yfir hraðanum, bremsunum, niðurtoginu og að lenda í óhappi á 300 km/klst. Í dag er hægt að aka F1 bíl eins og venjulegum götubíl. Ég get það, þú getur það,“ sagði Lauda að lokum. Formúla Tengdar fréttir 20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45 Raikkonen ætlar ekki að aðlaga sig að bílnum Kimi Raikkonen segist ekki ætla að breyta akstursstíl sínum til að henta bílnum. Hann vill að Ferrari hanni bíl sem hentar akstursstíl hans. 30. desember 2014 22:45 Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30 Pirelli er tilbúið að breikka dekkin Hugmyndir eru uppi um að gera afturdekkin á Formúlu 1 bílum breiðari. Pirelli segist vera reiðubúið að framleiða breiðari dekk. 15. janúar 2015 22:00 Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00 Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Niki Lauda segir að Formúlu 1 liðin verði að standa föst á að fá heimild fyrir 1000 hestafla bílum fyrir tímabilið 2017. Lauda telur núverandi bíla, sem eru um 750 hestöfl vera of auðvelda í akstri. Niðurstaða fundar vélaframleiðenda fyrr á árinu var sú að óska eftir að fá að nota meira eldsneyti. Vélaframleiðendurnir telja að með auknu eldsneytisflæði mætti koma núverandi vélum yfir 1000 hestafla múrinn. „Það er hætta á að við töpum sífellt fleiri aðdáendum vegna þess að F1 verði óaðlaðandi,“ segir Lauda sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil í hinum gríðarlega öfluga McLaren-TAG Porsche árið 1984. (Sem sjá má á mynd.) „Þetta ættu auðvitað að vera 1200 hestöfl, ásamt breiðari dekkjum og loftflæði hjálp, aflið á að koma fljótt inn þannig að það þurfi að vanda aksturinn gríðarlega,“ bætti Lauda við. Hann vill halda í rafkerfin en auka aflið og styður hugmynd vélaframleiðanda um að stækka eldsneytistankinn og auka flæðið. „Núverandi F1 bílar eru þannig að flestir Gp2 og F3 ökumenn geta náð hinum reynslumeiri ökumönnum á ansi stuttum tíma án þess að þurfa að taka mikla áhættu,“ sagði fyrru heimsmeistarinn. „Fyrir einhverjum tíma síðan voru ungir ökumenn virkilega áhyggjufullir yfir hraðanum, bremsunum, niðurtoginu og að lenda í óhappi á 300 km/klst. Í dag er hægt að aka F1 bíl eins og venjulegum götubíl. Ég get það, þú getur það,“ sagði Lauda að lokum.
Formúla Tengdar fréttir 20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45 Raikkonen ætlar ekki að aðlaga sig að bílnum Kimi Raikkonen segist ekki ætla að breyta akstursstíl sínum til að henta bílnum. Hann vill að Ferrari hanni bíl sem hentar akstursstíl hans. 30. desember 2014 22:45 Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30 Pirelli er tilbúið að breikka dekkin Hugmyndir eru uppi um að gera afturdekkin á Formúlu 1 bílum breiðari. Pirelli segist vera reiðubúið að framleiða breiðari dekk. 15. janúar 2015 22:00 Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00 Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45
Raikkonen ætlar ekki að aðlaga sig að bílnum Kimi Raikkonen segist ekki ætla að breyta akstursstíl sínum til að henta bílnum. Hann vill að Ferrari hanni bíl sem hentar akstursstíl hans. 30. desember 2014 22:45
Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30
Pirelli er tilbúið að breikka dekkin Hugmyndir eru uppi um að gera afturdekkin á Formúlu 1 bílum breiðari. Pirelli segist vera reiðubúið að framleiða breiðari dekk. 15. janúar 2015 22:00
Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00
Ég er ekki töframaður Nýr liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene segist ekki geta gert nein kraftaverk fyrir næsta tímabil og því verði það líklega erfitt fyrir ítalska liðið. 23. desember 2014 18:45