„Ég finn lykt, ég finn lykt!“ Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2015 14:00 Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótarinnar, telur að færa megi alþjóðleg lagarök fyrir því að því að refsihyggjunni í fíkniefnamálum verði ekki framfylgt án mannréttindabrota. Pétur hefur boðað komu hins kunna mannréttindalögfræðings Damon Barrett til landsins en hann mun flytja fyrirlestur um mannréttindabrot í skugga fíknistríðsins. Barrett verður hér dagana 17. til 21. febrúar næstkomandi. „Barrett er tvímælalaust þekktasti sérfræðingur hinnar alþjóðlegu umbótahreyfingar í fíkniefnamálum hvað varðar alþjóðalög, mannréttindi og skaðaminnkun. Hann er fyrrverandi aðstoðarforstjóri alþjóðaskaðaminnkunarsambandsins, rekur sérstaka rannsóknarstofnun um fíknistefnu og mannréttindi, óþreytandi að kynna og rannsaka og kryfja til mergjar bakhlið bannhyggjunnar. Það er að segja þau margháttuðu jaðaráhrif sem útskúfunar- og refsistefnan hefur á líf, heilsu og afkomu þess fólks sem af einhverjum ástæðum lendir í skotlínu löggæsluyfirvalda vegna algerlega úrelta hugmynda um það hvernig eigi að takast á við fíkniefni í einu samfélagi.“Mannréttindalögmaðurinn Barrett er á leið til landsins.Magnaðar reynslusögur um yfirgang valdstjórnar Snarrótin hefur dregið saman reynslusögur ungs fólks sem sætt hefur yfirgangi valdstjórnarinnar. Og telja sig nú hafa nægileg gögn í höndum til að leggja formlega ábendingu fyrir innanríkisráðherra, þess efnis að stórfelld mannréttindabrot hafi verið framin, einkum á ungu fólki. „Já, við teljum okkur hafa nógu sterkar vísbendingar um að það séu alvarlegar brotalamir í samskiptum lögreglunnar við ungt fólk og fólk sem er grunað um notkun ólöglegra mólikúla. Við erum að taka saman upplýsingarit um þessi atriði, draga saman þessar sögur, greina þær og flokka og átta okkur á því hvernig fer þessi sniðganga við stjórnarskrá Íslands og lög og reglur fram – hvernig gerist þetta? Það er áhugaverð rannsókn. Ég, og okkar lögfræðingar, fáum ekki betur séð en að undanþágur sem veittar eru í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, við allar greinar, að víkja megi frá tilteknu mannréttindaákvæði í þágu almannaheilla og allt það, að þessar heimildir hafi verið rifnar svo algerlega upp á gátt að heita megi að mannréttindakafli íslensku stjórnarskrárinnar sé ónýtur. Við teljum að þetta brjóti í bága við alþjóðlegar túlkanir á til dæmis mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu Evrópu. Teljum að þarna sé gengið miklu lengra í því að rífa upp heimildir fyrir ríkisvaldið til að ganga á rétt borgaranna heldur en nokkru hófi gegnir.“ Þegar Pétur er beðinn um að nefna dæmi um slíkt þá segir hann að af nægu sé að taka en Snarrótin verði að gæta trúnaðar í þessum efnum. Hann bendir jafnframt á, í þessu samhengi, að rangur og ranglátur dómur geti ekki skapað dómafordæmi, hversu oft sem hann er endurtekinn og við áfellumst dómskerfið fyrir að haga sér eins og framlenging framkvæmdavaldsins, fremur en blind réttlætisgyðja. „Hvernig getur það til dæmis staðist að ökumenn séu dæmdir í háar sektir fyrir að vera sannanlega allsgáðir undir stýri? Hvernig getur upphrópunin „Ég finn lykt“ afnumið stjórnarskrárbundinn rétt til friðhelgi heimilis og einkalífs? Þannig mætti lengi telja.“Vaskir laganna verðir með fíkniefnahunda sér til fulltingis.vgFíkniefnahundar og leit í skóla Vísi tókst þó með lempni að fá úr sögusafni Péturs dæmi um reynslusögu, vitnisburð ungrar konu sem ekki vill láta nafns síns getið:„Ég fór í skólann í dag og mjög svo vinsamlegur kennari sagði mér frá því föstudaginn síðastliðinn hefðu tvær löggur ásamt tveim fíknóhundum heimsótt skólann í þeim tilgangi að snusa af hverjum einasta skáp í skólanum. Af einhverjum ástæðum fóru þeir báðir að mínum skáp - og skápurinn opnaður. Ég er núna komin á lista yfir fólk sem á í hættu á að vera rekin úr skólanum en ég get svarið fyrir það að það var ekkert ólöglegt í honum. Ég er ekki búin að opna hann síðan á föstudaginn en ég veit það fyrir víst að ég skildi ekki neitt „varhugavert“ eftir, enda legg ég heldur ekki í vana minn að geyma gras í skápnum í skólanum (og hvað þá yfir helgi...) enda nota ég það ALDREI í skólanum, eða vinnunni ef út í það er farið.Ég er brjáluð, óháð því hvort það hafi eitthvað verið þar eða ekki þá á þetta ekki að vera í lagi. Ég er mjög svo metnaðarfull, stend mig vel í skóla og á lítið eftir en eftir það stefni ég á háskóla. Eiga þeir að fá að gera þetta? Mér finnst hafa verið brotið á mér og skólinn, sem ég hef alltaf haft gaman af að vera í virðist vera óvinveittur og jafnvel eins og verið sé að gera herferð gegn þeim sem leyfa sér að gera það sem þeim sýnist í sínum eigin frítíma. Ég er ekki glæpamaður, ég er námsmaður. Ég drekk ekki áfengi nema mjög sparlega en ég leyfi mér að kveikja í jónu um helgar vegna þess að það hjálpar mér á svo margan hátt. Það kemur engum við, hvorki skólanum né ógnarvaldinu (5-0).Ég treysti og styð Snarrótina. Þið virðist eina „stofnunin“ sem berst í raun og veru fyrir mannréttindum allra en mér finnst lögreglan vera að beita sér meira og meira gegn þessari friðsælu baráttu af ástæðum sem ég skil engan veginn því þetta eru ekki þeirra hagsmunir sem þeir eru að gæta. Minnir mig á fasisma og þá sérstaklega með þessum „nýtilkomnu“ morðvopnum þeirra.Takk fyrir að vera hérna svo ég geti alla veganna komið þessu frá mér, annað skiptir svo sem ekki máli. Þetta bara er engan veginn réttlátt.Ást og friður x“Framtíðarmöguleikum rústaðPétur segir að það sem hér er í húfi séu framtíðarmöguleikar þessarar ungu konu. Verði henni vísað úr skóla, eða sett undir rannsókn þar til tekst að klekkja á henni, þá lokast ótal leiðir. „Hún verður færð á sakaskrá, sem nánast útilokar nám í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið. Sakaskráningin mun torvelda henni að finna atvinnu og jafnvel húsnæði. Dæmi eru um að ungt fólk hafi flúið land eftir að hafa lent í stöðugu eftirliti og áreiti lögreglunnar. Það er leikur einn fyrir ríkisvaldið að rústa líf ungs fólks með kemískum McCartyisma. Samrýmist það meðalhófsreglu íslensks réttarfars? Snarrótin telur að svo sé ekki.“Í nýlegu áliti umboðsmanns vegna Lekamálsins kemur skýrt fram að innanríkisráðherra ber ábyrgð á framgöngu lögregluliðsins.gvaÓvæntur flötur á Lekamálinu Pétur bendir á glænýtt álit Umboðsmanns Alþingis í þessu sambandi og segir sérlega áhugavert að þar komi fram að þó innanríkisráðherra megi ekki hafa afskipti af einstökum málum, ber hann engu að síður ábyrgð á því að framkvæmd löggæslu á Íslandi sé í samræmi við lög. Mannréttindabrot eru að jafnaði ekki talin réttmæt löggæsla. „Já, vegna Lekamálsins er athyglisvert í kaflanum um hvað ráðherra má og má ekki eru mikilvægar ábendingar, þó hann megi ekki blanda sér í rannsókn einstakra mála beri innanríkisráðherra engu að síður fulla og óskoraða ábyrgða á því að löggæslan í landinu sé lögum samkvæmt. Og sérlega athyglisvert er að þarna nefnir umboðsmaður tvisvar að það skipti ekki máli hvort ráðherra kjósi að taka þetta upp hjá sjálfum sér eða bregðist við ábendingum frá öðrum. Þess vegna almenningi.“ Pétur bendir meðal annars á þar sem segir: „Á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ber ráðherra að hafa eftirlit með því að starfræksla þeirra stjórnvalda sem fara með umrædd mál sé almennt í samræmi við lög og eðlilega stjórnarhætti. Eðli þessa eftirlits er jafnframt þannig að til þess getur komið hvenær sem er, hvort sem það er að eigin frumkvæði ráðherra eða í tilefni af erindi sem honum berst.“Ábyrgð ráðherra á afnámi mannréttindaÉg tel að með þessum orðum sé Umboðsmaður Alþingis að styrkja rétt grasrótarsamtaka, non governmental organizations, til að bera álitamál upp við ráðherra sem ber ábyrgð á viðkomandi nálaflokki, og að ráðherrum beri að taka slíkar ábendingar alvarlega. Það er í stíl við alþjóðlega þróun og mikilvægt að fá þessa skyldu stjórnvalda staðfesta í áliti Umboðsmanns. Þarna er umboðsmaður að festa eitt lýðræðisprinsipp í sessi ef menn taka mark á þessu,“ segir Pétur. Og hann heldur áfram: „Hvað um ábyrgð innanríkisráðherra á meintum yfirgangi lögreglunnar gegn ungu fólki? Eru einhverjar lagaheimildir fyrir hendi til að afnema réttarfarsreglur og mannréttindakvæði gagnvart tilteknum jaðarhópi í samfélaginu – Snarrótinni er ekki kunnugt um að svo sé, en okkur virðist að lögreglan hafi náð að festa löglaust afnám mannréttinda svokallaðra fíkniefnaneytenda með dómavenjum.“Kristján Þór heilbrigðisráðherra hefur gefið til kynna að hann vilji breyta um kúrs í fíknefnamálum, en víst er að stjórnmálamenn vilja stíga ofurvarlega til jarðar í þeim efnum.pjeturFjölmargir ráðherrar gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina Pétur segist að mestu sestur í helgan stein, hann fari að eftirláta öðrum það að fylgja þessum málum eftir, en Snarrótin muni láta til sín taka á þessu ári. „Hver er ábyrgð heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á heilsuvernd og smitvörnum meðal fíknisjúkra? Ég taldi að fyrrverandi heilbrigðisráðherra ætti að axla ábyrgð á HIV-faraldrinum sem geisaði á Íslandi fyrir fáum árum. Stjórnvöld sem hafna tilmælum WHO um skaðaminnkun meðal fíknisjúkra, með skelfilegum afleiðingum, eru að mínu viti sek um glæpsamlega vanrækslu. Flóknara er það nú ekki.“ Pétur segir menn auðvitað geta bitið í sig semi-guðfræðilegar efnafræðilegar kreddur og talið öll vopn leyfileg í baráttunni við hina mystisku veru, fíkniefnadjöfulinn. „Á það er þó rétt að benda að ríflega þriðjungur landsmanna hefur brotið lög númer 65/1974 og í þeim stóra hópi voru fyrir nokkrum árum tíu af tólf ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Mér er ekki kunnugt um að neinn þeirra hafi skaðast af daðri sínu við fíkniefnadjöfulinn – en sumir þeirra fóru dálítið flatt á áfengi, en það er vitanlega fullkomlega löglegt að vera fyllibytta,“ fullyrðir Pétur. Þetta háa hlutfall í ráðherraliðinu kemur á óvart og hefur ekki komið fram áður. En, Pétur segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrir nokkrum árum hafi þetta komið fram á skrafi á ríkisstjórnarfundi. „Ráðherra í viðkomandi stjórn sagði mér - og reyndar fleirum - frá þessu fyrir tveimur árum. Veit ekki um hvaða ráðuneyti hann var að tala. Hann hefur setið í þeim mörgum.Mér finnst reyndar engu máli skipta hvaða ráðuneyti átti í hlut - það að ríkisstjórn Íslands sé að yfirgnæfandi hluta skipuð fólkinu sem slapp við refsingu fyrir brot sín er hins vegar áhugaverð staðreynd - ekki síst þegar sömu snillingar heimta eld og brennistein yfir ungmennum sem fremja sömu afglöp og þeir sjálfir - að taka þátt í lífsstíl sinnar kynslóðar.“Refsimódelið á sorphaug sögunnarOg, það væri hreinlega syndsamlegt að setja punktinn þar, þá þegar Pétur hefur sett á ræðu um þetta efni sem er honum svo hugleikið: „Hræsni kann að vera höfuðdyggð á fínum heimilum og það skorti ekkert á refsigleði hinna syndugu ráðherra. Snarrótin hafnar efnafræðilegri guðfræði af slíku tagi. Það er einfaldlega ekki heil brú í íslenskri fíknivarnastefnu, og þannig verður staðan þar til útskúfunar- og refsimódelinu verður varpað á sorphaug sögunnar, en óskoruð virðing fyrir mannréttindum og lögbundnum rétti til heilbrigðisþjónustu fíknisjúkra kemur í hennar stað.“ Og, það verður um þessi mál sem Damon Barrett ætlar fjalla í viðræðum við fjölmiðla og í opinberum fyrirlestri og varpa þannig alþjóðlegu ljósi á sjúkdómseinkenni íslensku bannhyggjunnar. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Fíkniefnastríðið í brennidepli Tveir heimsþekktir lögleiðingarmenn á leið til landsins. 7. febrúar 2014 13:16 Krummi sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 21. október 2014 08:15 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11 Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri og formaður Snarrótarinnar, telur að færa megi alþjóðleg lagarök fyrir því að því að refsihyggjunni í fíkniefnamálum verði ekki framfylgt án mannréttindabrota. Pétur hefur boðað komu hins kunna mannréttindalögfræðings Damon Barrett til landsins en hann mun flytja fyrirlestur um mannréttindabrot í skugga fíknistríðsins. Barrett verður hér dagana 17. til 21. febrúar næstkomandi. „Barrett er tvímælalaust þekktasti sérfræðingur hinnar alþjóðlegu umbótahreyfingar í fíkniefnamálum hvað varðar alþjóðalög, mannréttindi og skaðaminnkun. Hann er fyrrverandi aðstoðarforstjóri alþjóðaskaðaminnkunarsambandsins, rekur sérstaka rannsóknarstofnun um fíknistefnu og mannréttindi, óþreytandi að kynna og rannsaka og kryfja til mergjar bakhlið bannhyggjunnar. Það er að segja þau margháttuðu jaðaráhrif sem útskúfunar- og refsistefnan hefur á líf, heilsu og afkomu þess fólks sem af einhverjum ástæðum lendir í skotlínu löggæsluyfirvalda vegna algerlega úrelta hugmynda um það hvernig eigi að takast á við fíkniefni í einu samfélagi.“Mannréttindalögmaðurinn Barrett er á leið til landsins.Magnaðar reynslusögur um yfirgang valdstjórnar Snarrótin hefur dregið saman reynslusögur ungs fólks sem sætt hefur yfirgangi valdstjórnarinnar. Og telja sig nú hafa nægileg gögn í höndum til að leggja formlega ábendingu fyrir innanríkisráðherra, þess efnis að stórfelld mannréttindabrot hafi verið framin, einkum á ungu fólki. „Já, við teljum okkur hafa nógu sterkar vísbendingar um að það séu alvarlegar brotalamir í samskiptum lögreglunnar við ungt fólk og fólk sem er grunað um notkun ólöglegra mólikúla. Við erum að taka saman upplýsingarit um þessi atriði, draga saman þessar sögur, greina þær og flokka og átta okkur á því hvernig fer þessi sniðganga við stjórnarskrá Íslands og lög og reglur fram – hvernig gerist þetta? Það er áhugaverð rannsókn. Ég, og okkar lögfræðingar, fáum ekki betur séð en að undanþágur sem veittar eru í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, við allar greinar, að víkja megi frá tilteknu mannréttindaákvæði í þágu almannaheilla og allt það, að þessar heimildir hafi verið rifnar svo algerlega upp á gátt að heita megi að mannréttindakafli íslensku stjórnarskrárinnar sé ónýtur. Við teljum að þetta brjóti í bága við alþjóðlegar túlkanir á til dæmis mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindayfirlýsingu Evrópu. Teljum að þarna sé gengið miklu lengra í því að rífa upp heimildir fyrir ríkisvaldið til að ganga á rétt borgaranna heldur en nokkru hófi gegnir.“ Þegar Pétur er beðinn um að nefna dæmi um slíkt þá segir hann að af nægu sé að taka en Snarrótin verði að gæta trúnaðar í þessum efnum. Hann bendir jafnframt á, í þessu samhengi, að rangur og ranglátur dómur geti ekki skapað dómafordæmi, hversu oft sem hann er endurtekinn og við áfellumst dómskerfið fyrir að haga sér eins og framlenging framkvæmdavaldsins, fremur en blind réttlætisgyðja. „Hvernig getur það til dæmis staðist að ökumenn séu dæmdir í háar sektir fyrir að vera sannanlega allsgáðir undir stýri? Hvernig getur upphrópunin „Ég finn lykt“ afnumið stjórnarskrárbundinn rétt til friðhelgi heimilis og einkalífs? Þannig mætti lengi telja.“Vaskir laganna verðir með fíkniefnahunda sér til fulltingis.vgFíkniefnahundar og leit í skóla Vísi tókst þó með lempni að fá úr sögusafni Péturs dæmi um reynslusögu, vitnisburð ungrar konu sem ekki vill láta nafns síns getið:„Ég fór í skólann í dag og mjög svo vinsamlegur kennari sagði mér frá því föstudaginn síðastliðinn hefðu tvær löggur ásamt tveim fíknóhundum heimsótt skólann í þeim tilgangi að snusa af hverjum einasta skáp í skólanum. Af einhverjum ástæðum fóru þeir báðir að mínum skáp - og skápurinn opnaður. Ég er núna komin á lista yfir fólk sem á í hættu á að vera rekin úr skólanum en ég get svarið fyrir það að það var ekkert ólöglegt í honum. Ég er ekki búin að opna hann síðan á föstudaginn en ég veit það fyrir víst að ég skildi ekki neitt „varhugavert“ eftir, enda legg ég heldur ekki í vana minn að geyma gras í skápnum í skólanum (og hvað þá yfir helgi...) enda nota ég það ALDREI í skólanum, eða vinnunni ef út í það er farið.Ég er brjáluð, óháð því hvort það hafi eitthvað verið þar eða ekki þá á þetta ekki að vera í lagi. Ég er mjög svo metnaðarfull, stend mig vel í skóla og á lítið eftir en eftir það stefni ég á háskóla. Eiga þeir að fá að gera þetta? Mér finnst hafa verið brotið á mér og skólinn, sem ég hef alltaf haft gaman af að vera í virðist vera óvinveittur og jafnvel eins og verið sé að gera herferð gegn þeim sem leyfa sér að gera það sem þeim sýnist í sínum eigin frítíma. Ég er ekki glæpamaður, ég er námsmaður. Ég drekk ekki áfengi nema mjög sparlega en ég leyfi mér að kveikja í jónu um helgar vegna þess að það hjálpar mér á svo margan hátt. Það kemur engum við, hvorki skólanum né ógnarvaldinu (5-0).Ég treysti og styð Snarrótina. Þið virðist eina „stofnunin“ sem berst í raun og veru fyrir mannréttindum allra en mér finnst lögreglan vera að beita sér meira og meira gegn þessari friðsælu baráttu af ástæðum sem ég skil engan veginn því þetta eru ekki þeirra hagsmunir sem þeir eru að gæta. Minnir mig á fasisma og þá sérstaklega með þessum „nýtilkomnu“ morðvopnum þeirra.Takk fyrir að vera hérna svo ég geti alla veganna komið þessu frá mér, annað skiptir svo sem ekki máli. Þetta bara er engan veginn réttlátt.Ást og friður x“Framtíðarmöguleikum rústaðPétur segir að það sem hér er í húfi séu framtíðarmöguleikar þessarar ungu konu. Verði henni vísað úr skóla, eða sett undir rannsókn þar til tekst að klekkja á henni, þá lokast ótal leiðir. „Hún verður færð á sakaskrá, sem nánast útilokar nám í Bandaríkjunum, svo dæmi sé tekið. Sakaskráningin mun torvelda henni að finna atvinnu og jafnvel húsnæði. Dæmi eru um að ungt fólk hafi flúið land eftir að hafa lent í stöðugu eftirliti og áreiti lögreglunnar. Það er leikur einn fyrir ríkisvaldið að rústa líf ungs fólks með kemískum McCartyisma. Samrýmist það meðalhófsreglu íslensks réttarfars? Snarrótin telur að svo sé ekki.“Í nýlegu áliti umboðsmanns vegna Lekamálsins kemur skýrt fram að innanríkisráðherra ber ábyrgð á framgöngu lögregluliðsins.gvaÓvæntur flötur á Lekamálinu Pétur bendir á glænýtt álit Umboðsmanns Alþingis í þessu sambandi og segir sérlega áhugavert að þar komi fram að þó innanríkisráðherra megi ekki hafa afskipti af einstökum málum, ber hann engu að síður ábyrgð á því að framkvæmd löggæslu á Íslandi sé í samræmi við lög. Mannréttindabrot eru að jafnaði ekki talin réttmæt löggæsla. „Já, vegna Lekamálsins er athyglisvert í kaflanum um hvað ráðherra má og má ekki eru mikilvægar ábendingar, þó hann megi ekki blanda sér í rannsókn einstakra mála beri innanríkisráðherra engu að síður fulla og óskoraða ábyrgða á því að löggæslan í landinu sé lögum samkvæmt. Og sérlega athyglisvert er að þarna nefnir umboðsmaður tvisvar að það skipti ekki máli hvort ráðherra kjósi að taka þetta upp hjá sjálfum sér eða bregðist við ábendingum frá öðrum. Þess vegna almenningi.“ Pétur bendir meðal annars á þar sem segir: „Á grundvelli yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda ber ráðherra að hafa eftirlit með því að starfræksla þeirra stjórnvalda sem fara með umrædd mál sé almennt í samræmi við lög og eðlilega stjórnarhætti. Eðli þessa eftirlits er jafnframt þannig að til þess getur komið hvenær sem er, hvort sem það er að eigin frumkvæði ráðherra eða í tilefni af erindi sem honum berst.“Ábyrgð ráðherra á afnámi mannréttindaÉg tel að með þessum orðum sé Umboðsmaður Alþingis að styrkja rétt grasrótarsamtaka, non governmental organizations, til að bera álitamál upp við ráðherra sem ber ábyrgð á viðkomandi nálaflokki, og að ráðherrum beri að taka slíkar ábendingar alvarlega. Það er í stíl við alþjóðlega þróun og mikilvægt að fá þessa skyldu stjórnvalda staðfesta í áliti Umboðsmanns. Þarna er umboðsmaður að festa eitt lýðræðisprinsipp í sessi ef menn taka mark á þessu,“ segir Pétur. Og hann heldur áfram: „Hvað um ábyrgð innanríkisráðherra á meintum yfirgangi lögreglunnar gegn ungu fólki? Eru einhverjar lagaheimildir fyrir hendi til að afnema réttarfarsreglur og mannréttindakvæði gagnvart tilteknum jaðarhópi í samfélaginu – Snarrótinni er ekki kunnugt um að svo sé, en okkur virðist að lögreglan hafi náð að festa löglaust afnám mannréttinda svokallaðra fíkniefnaneytenda með dómavenjum.“Kristján Þór heilbrigðisráðherra hefur gefið til kynna að hann vilji breyta um kúrs í fíknefnamálum, en víst er að stjórnmálamenn vilja stíga ofurvarlega til jarðar í þeim efnum.pjeturFjölmargir ráðherrar gerst brotlegir við fíkniefnalöggjöfina Pétur segist að mestu sestur í helgan stein, hann fari að eftirláta öðrum það að fylgja þessum málum eftir, en Snarrótin muni láta til sín taka á þessu ári. „Hver er ábyrgð heilbrigðis- og félagsmálaráðherra á heilsuvernd og smitvörnum meðal fíknisjúkra? Ég taldi að fyrrverandi heilbrigðisráðherra ætti að axla ábyrgð á HIV-faraldrinum sem geisaði á Íslandi fyrir fáum árum. Stjórnvöld sem hafna tilmælum WHO um skaðaminnkun meðal fíknisjúkra, með skelfilegum afleiðingum, eru að mínu viti sek um glæpsamlega vanrækslu. Flóknara er það nú ekki.“ Pétur segir menn auðvitað geta bitið í sig semi-guðfræðilegar efnafræðilegar kreddur og talið öll vopn leyfileg í baráttunni við hina mystisku veru, fíkniefnadjöfulinn. „Á það er þó rétt að benda að ríflega þriðjungur landsmanna hefur brotið lög númer 65/1974 og í þeim stóra hópi voru fyrir nokkrum árum tíu af tólf ráðherrum í ríkisstjórn Íslands. Mér er ekki kunnugt um að neinn þeirra hafi skaðast af daðri sínu við fíkniefnadjöfulinn – en sumir þeirra fóru dálítið flatt á áfengi, en það er vitanlega fullkomlega löglegt að vera fyllibytta,“ fullyrðir Pétur. Þetta háa hlutfall í ráðherraliðinu kemur á óvart og hefur ekki komið fram áður. En, Pétur segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að fyrir nokkrum árum hafi þetta komið fram á skrafi á ríkisstjórnarfundi. „Ráðherra í viðkomandi stjórn sagði mér - og reyndar fleirum - frá þessu fyrir tveimur árum. Veit ekki um hvaða ráðuneyti hann var að tala. Hann hefur setið í þeim mörgum.Mér finnst reyndar engu máli skipta hvaða ráðuneyti átti í hlut - það að ríkisstjórn Íslands sé að yfirgnæfandi hluta skipuð fólkinu sem slapp við refsingu fyrir brot sín er hins vegar áhugaverð staðreynd - ekki síst þegar sömu snillingar heimta eld og brennistein yfir ungmennum sem fremja sömu afglöp og þeir sjálfir - að taka þátt í lífsstíl sinnar kynslóðar.“Refsimódelið á sorphaug sögunnarOg, það væri hreinlega syndsamlegt að setja punktinn þar, þá þegar Pétur hefur sett á ræðu um þetta efni sem er honum svo hugleikið: „Hræsni kann að vera höfuðdyggð á fínum heimilum og það skorti ekkert á refsigleði hinna syndugu ráðherra. Snarrótin hafnar efnafræðilegri guðfræði af slíku tagi. Það er einfaldlega ekki heil brú í íslenskri fíknivarnastefnu, og þannig verður staðan þar til útskúfunar- og refsimódelinu verður varpað á sorphaug sögunnar, en óskoruð virðing fyrir mannréttindum og lögbundnum rétti til heilbrigðisþjónustu fíknisjúkra kemur í hennar stað.“ Og, það verður um þessi mál sem Damon Barrett ætlar fjalla í viðræðum við fjölmiðla og í opinberum fyrirlestri og varpa þannig alþjóðlegu ljósi á sjúkdómseinkenni íslensku bannhyggjunnar.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36 Fíkniefnastríðið í brennidepli Tveir heimsþekktir lögleiðingarmenn á leið til landsins. 7. febrúar 2014 13:16 Krummi sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 21. október 2014 08:15 Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44 Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11 Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Framsóknarmenn vilja harðari stefnu í fíkniefnamálum Heilbrigðisráðherra vill umræðu um breytta stefnu, svo sem afglæpavæðingu, í fíkniefnamálum en framsóknarmenn eru því mótfallnir og vilja herða tökin. 20. febrúar 2014 13:36
Fíkniefnastríðið í brennidepli Tveir heimsþekktir lögleiðingarmenn á leið til landsins. 7. febrúar 2014 13:16
Krummi sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórn Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, eða Krummi í Mínus var dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 21. október 2014 08:15
Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu Pétur Þorsteinsson er með þeim allra fyrstu sem kom fram á Íslandi og benti á að stríðið við dópið væri á villigötum – hann telur algera nauðsyn að menn opni fyrir þessu augu. 21. janúar 2014 11:44
Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, skipaði nefnd sem hefur það hlutverk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu. Nefndin hittist í fyrsta sinn í vikunni. 6. september 2014 14:11
Bannað að bjóða sig fram vegna óæskilegra skoðana Skólayfirvöldum þótti drengurinn ekki nógu góð fyrirmynd því hann hafði sett fram óæskilegar skoðanir í fíkniefnamálum. 12. september 2014 11:56