Hispurslaus hagfræðiprófessor nýr fjármálaráðherra Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2015 12:51 Varoufakis er þekktur fyrir að vera berorður og að ekki liggja á skoðunum sínum. Vísir/AP Hagfræðiprófessorinn Yanis Varoufakis verður fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Grikklands sem kynnt verður í dag. Varoufakis er þekktur fyrir að vera berorður og að ekki liggja á skoðunum sínum. „Sem næsti fjármálaráðherra mun ég tryggja að ég gangi ekki inn á fundi evruhópsins og leita lausna sem eru góðar fyrir gríska skattgreiðendur en slæmar fyrir þá írsku, slóvösku, þýsku, frönsku og ítölsku,“ segir Varoufakis, sem hefur áður verið ráðgjafi fyrrum forsætisráðherrans Giorgos Papandreou. Varoufakis heitir því jafnframt að hætta því ekki að tjá sig um mikilvæg málefni, þrátt fyrir að eiga sæti í ríkisstjórn. „Menn segja að nú sé tíminn til að halda sér saman. Áform mín eru að hlusta ekki á slíkar ráðleggingar, heldur halda áfram að blogga, þrátt fyrir að það sé álitið óábyrgt fyrir fjármálaráðherra,“ segir Varoufakis á bloggsíðu sinni.Sjá einnig: Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Búist er við að nýi forsætisráðherrann, Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins Syriza, muni gera Panos Kammenos, leiðtoga samstarfsflokksins Sjálfstæðra Grikkja, að nýjum varnarmálaráðherra. Að sögn á flokkur Kammenos að hafa samþykkt efnahagsmálastefnu Syriza við myndun ríkisstjórnar með Syriza gegn því að Tsipras hviki ekki frá harðri stefnu Grikklands í nafnadeilunni við Makedóníu og að flokkurinn hverfi frá hugmyndum sínum um aðskilnað ríkis og kirkju. Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Tsipras sver embættiseið Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag. 26. janúar 2015 14:36 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hagfræðiprófessorinn Yanis Varoufakis verður fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Grikklands sem kynnt verður í dag. Varoufakis er þekktur fyrir að vera berorður og að ekki liggja á skoðunum sínum. „Sem næsti fjármálaráðherra mun ég tryggja að ég gangi ekki inn á fundi evruhópsins og leita lausna sem eru góðar fyrir gríska skattgreiðendur en slæmar fyrir þá írsku, slóvösku, þýsku, frönsku og ítölsku,“ segir Varoufakis, sem hefur áður verið ráðgjafi fyrrum forsætisráðherrans Giorgos Papandreou. Varoufakis heitir því jafnframt að hætta því ekki að tjá sig um mikilvæg málefni, þrátt fyrir að eiga sæti í ríkisstjórn. „Menn segja að nú sé tíminn til að halda sér saman. Áform mín eru að hlusta ekki á slíkar ráðleggingar, heldur halda áfram að blogga, þrátt fyrir að það sé álitið óábyrgt fyrir fjármálaráðherra,“ segir Varoufakis á bloggsíðu sinni.Sjá einnig: Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Búist er við að nýi forsætisráðherrann, Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins Syriza, muni gera Panos Kammenos, leiðtoga samstarfsflokksins Sjálfstæðra Grikkja, að nýjum varnarmálaráðherra. Að sögn á flokkur Kammenos að hafa samþykkt efnahagsmálastefnu Syriza við myndun ríkisstjórnar með Syriza gegn því að Tsipras hviki ekki frá harðri stefnu Grikklands í nafnadeilunni við Makedóníu og að flokkurinn hverfi frá hugmyndum sínum um aðskilnað ríkis og kirkju.
Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Tsipras sver embættiseið Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag. 26. janúar 2015 14:36 Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00
Tsipras sver embættiseið Alexis Tsipras sór embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands á skrifstofu Grikklandsforseta fyrr í dag. 26. janúar 2015 14:36
Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Eiríkur Bergmann Einarsson segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum hafi slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. 26. janúar 2015 11:52