Sport

Sjáðu Super Bowl-grasið málað og trillað inn á leikvanginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Super Bowl, úrslitaleikurinn í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, fer fram á sunnudagskvöldið og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

Þar mætast ríkjandi meistarar Seattle Seahawks og New England Patriots, en bæði lið voru með bestan árangur í sínum deildum (NFC og AFC) á tímabilinu.

Sjá einnig: NFL leikmannakynningar: Tom Brady og Russell Wilson

Leikurinn fer fram á University of Phoenix-vellinum í Arizona sem hefur verið heimavöllur Arizona Cardinals síðan 2006. Þessi glæsilegi leikvangur tekur 63.400 manns í sæti en hægt er að stækka hann þannig völlurinn taki 72.200 manns.

New England Patriots á ekki góðar minningar frá vellinum því það tapaði Super Bowl-leiknum gegn New York Giants á honum fyrir sjö árum síðan.

Alvöru gras er á vellinum, ekki gervigras, og er það geymt fyrir utan leikvanginn þegar ekki er verið að spila. Þetta er fyrsti leikvangurinn í Bandaríkjunum með slíkt kerfi.

Hér að ofan má sjá myndband frá NFL-deildinni þar sem verið er að mála völlinn og gera hann kláran fyrir Super Bowl. Að því loknu er honum trillað inn á leikvanginn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×