Fótbolti

Cristiano Ronaldo valinn bestur í heimi annað árið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fékk Gullboltann frá Sepp Blatter.
Cristiano Ronaldo fékk Gullboltann frá Sepp Blatter. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid og portúgalska landsliðsins, fékk í kvöld Gullbolta FIFA sem besti knattspyrnumaður heims.

Þetta er annað árið í röð sem Cristiano Ronaldo vinnur þessi verðlaun en hann endaði fjögurra ára sigurgöngu Lionel Messi í fyrra.

Ronaldo vann yfirburðarsigur í kjörinu en hann fékk 37,66 prósent atkvæða eða miklu meira en næstu menn.

Lionel Messi kom til greina eins og Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins. Messi varð í öðru sæti annað árið í röð en Neuer endaði í þriðja sætinu.

Þetta er í þriðja sinn sem Cristiano Ronaldo fær Gullboltann en hann vann hann einnig 2008 og 2013.

Cristiano Ronaldo átti frábært tímabil með Real Madrid sem vann Meistaradeildina á síðustu leiktíð. Liðið var einnig spænskur bikarmeistari og endaði árið á því að verða Heimsmeistari félagsliða.

Ronaldo skoraði 52 mörk í 43 leikjum á árinu en hann átti einnig 17 stoðsendingar á félaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×