Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:38 Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir heitinu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni.“ Þar fer hann yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. FH-ingar töpuðu ekki aðeins leiknum og misstu Íslandsmeistaratitilinn til Stjörnunnar, heldur var félagið einnig dæmt til að greiða hundrað þúsund króna sekt vegna ófullnægjandi frammistöðu við framkvæmd leiksins. Jón Rúnar endurritar í pistlinum skýrslur dómara og eftirlitsmanns KSÍ upp úr gögnum málsins sem eru opinber gögn eftir áfrýjun FH-inga á úrskurði aga- og úrskurðarnefndar. „Það er ljóst að ekki verða allir sammála mér/okkur en ég bið menn að lesa þetta með opnum hug og án fordóma," segir Jón Rúnar og það er ljóst að þetta er athyglisverður lestur. „Niðurstaða mín er sú að nauðsynlegt er að breyta reglum er varða aga- og úrskurðarnefnd sem og því regluverki sem áfrýjunardómstóll KSÍ starfar eftir. Það á að vera réttur okkar að geta varið okkur, það gengur ekki að skrifuðum skýrslum dómara og eftirlitsmanna sé tekið sem hinni Heilögu ritningu. Ef það er samþykkt að dómarar geti gert mistök í leik þá á það sama að gilda um skýrslugerð þeirra," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er óþolandi að það góða fólk sem situr í áfrýjunardómstól KSÍ geti leyft sér að skauta framhjá öllum rökum þess er áfrýjar og ofan í kaupið neita „sakborningi“ um að fá að verja sig í munnlegum málflutningi sem og að tefla fram vitnum. Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér að þessir sömu lögfræðispekingar sætti sig við svona trakteringar þar sem þeir vinna fyrir sína skjólstæðinga fyrir almennum dómstólum.“ Jón Rúnar fer bæði yfir skýrslu eftirlitsmanns leiksins og skýrslu dómarans Kristins Jakobssonar sem var þarna að dæma sinn síðasta leik í efstu deild. Jón Rúnar spyr meðal annars: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar.net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira