Erlent

Ætla að prenta fimm milljónir eintaka

Samúel Karl Ólason skrifar
Venjuleg útgáfa Charlie Hebdo er um 60 þúsund eintök.
Venjuleg útgáfa Charlie Hebdo er um 60 þúsund eintök. Vísir/AFP
Útgefendur Charlie Hebdo hafa fjölgað eintökum í fyrstu útgáfu tímaritsins eftir hryðjuverkaárásina á skrifstofu þeirra. Fyrsta prentun seldist upp einungis mínútum eftir að salan hófst en fólk hafði myndað raðir við sölustaði fyrir dögun í Frakklandi.

Upprunalega stóð til að prenta þrjár milljónir eintaka á sex tungumálum, en vanalegur fjöldi tölublaða er um 60 þúsund, samkvæmt vef Guardian.

Guardian ræðir við 21 árs nema sem keypti blað á þrjár evrur og svo þegar hann var að ganga í burtu, bauð maður í röð honum tíu evrur fyrir blaðið. Kona í röðinni kallaði: Ég er að kaupa hluta af sögunni.“

Dæmi er um að menn hafi boðið meira en 500 pund í eintak á síðunni eBay.

Fordæmt af múslimum

Á forsíðu heftisins er mynd af spámanninum Mohammed, þar sem hann heldur á skilti sem á stendur. „Je suis Charlie“ og „All is forgiven“

Forsíðan hefur vakið hörð viðbrögð múslima víða um heim og meðal annars hefur Íran fordæmt útgáfuna. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran segir forsíðumyndina vera móðgandi og ögrandi. „Hún ögrar tilfinningum múslima um heiminn og gæti kynt undir hringiðu öfga.“

Íslamska ríkið segir birtingu myndarinnar vera einstaklega heimskulegt athæfi, samkvæmt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×