„Boðinn og búinn að eiga fund með múslimum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2015 13:00 Ásmundur segist boðinn og búinn að funda með múslímum um starfsemi þeirra. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við. Alþingi Trúmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera tilbúinn að funda með múslímum og kynnast starfsemi þeirra. Þetta segir hann á Facebook. „Ég er boðinn og búinn að eiga fund með múslimum á Íslandi, þar sem þeir gætu kynnt mér starfsemi sína,“ skrifar þingmaðurinn sem segir að dagurinn í gær hafi verið öðruvísi en hann ætlaði. „Vangaveltur og spurningar sem ég setti á fésbókina sl. laugardag ollu ursla og fjölmiðlafári.“ Post by Ásmundur Friðriksson. Hugmyndir Ásmundar um að rannsaka bakgrunn þeirra 1.500 múslíma sem búa á Íslandi hafa fallið í grýttan farveg. Í gær sagði til að mynda þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að ummæli Ásmundar endurspegluðu ekki stefnu flokksins. Í Kastljósi í gær sagði hann meðal annars að engin umræða ætti sér stað um þær ógnir sem steðjuðu af öfgahópum og að hann hafi með ummælum sínum viljað hefja þá umræðu. Þá sagði hann líka ekki hægt að bera saman árásina í París við árásir Anders Behring Breivik í Noregi. Vísir kannaði grundvöll þriggja fullyrðinga sem komu fram í máli Ásmundar í gærkvöldi.„Þeir hafa reyndar varað við því að múslímistar vildu koma hingað og hefðu sjálfir áhyggjur af því.“ Árið 2010 tilkynnti Salmann Tamimi, þáverandi formaður félags múslíma á Íslandi, hóp manna, sem unnu þá að því að breyta Ýmishúsinu í Skógahlíð í mosku, til lögreglu þar sem hann taldi þá skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.„Það var náttúrulega engin umræða.“ Umræða um að kanna bakgrunn ákveðinna hópa er ekki ný af nálinni. Uppi hafa verið hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og árið 2012 lagði þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, fram lagafrumvarp um að veita lögreglu slíkar heimildir. Heimildirnar tóku hinsvegar ekki mið af því sérstaklega að rannsaka bakgrunn fólks af ákveðnum trúarbrögðum þannig að segja má að sú umræða sé að einhverju leiti ný.„Það er alveg ömurlegt í rauninni að bera þetta saman því þarna er einstaklingur sem ekki nokkur maður í veröldinni vill bera ábyrgð á. Það vill ekki nokkur maður afsaka það sem þessi einstaklingur gerði og það gera Íslendingar ekki og ég hérna eru í hjarta sínu sorgmæddur í hjarta sínu fyrir hönd Norðmanna fyrir hvernig sá maður gekk fram.“ Anders Behring Breivik, hryðjuverkamaðurinn sem drap 77 einstaklinga í Noregi, á sér hóp fylgismanna og skoðanasystkina. Greint hefur verið frá því að Breivik hafi árið 2012 fengið um 600 bréf í fangelsið frá stuðningsmönnum og að hann eyddi átta til tíu klukkustundum á dag í að skrifa og senda hægri öfgamönnum bréf til að styrkja tengslanet skoðanabræðra sinna. Þá hafa samtökin PEGIDA verið áberandi síðustu mánuði með vikulegum mótmælum í Evrópu gegn íslamsvæðingu Evrópu, sem er það sama og Breivik óttaðist, en á sunnudag opnuðu samtökin íslenska Facebook-síðu sem hátt í 600 hafa látið sér líka við.
Alþingi Trúmál Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent