Innlent

Leiðtogi múslima óttast að öfgaöfl skjóti hér rótum

Karen Kjartansdóttir skrifar
Fjársterkir útlendingar hafa keypt hús í Reykjavík sem á að vera moska múslíma. Formaður Félags múslíma á Íslandi sver hópinn af sér. Hann hefur tilkynnt mennina til lögreglu og segist óttast að öfgaöfl nái að skjóta hér rótum.

Ýmishúsið í Skógahlíð hefur verið selt og mun verða moska og menningarsetur múslíma hér á landi. Fjársterkir aðilar erlendis frá fjármagna kaupin.

Salmann Tamimi, formaður félags múslíma á Íslandi, segir þetta ekki tengjast sínu félagi. Hann hafi lengi beðið eftir því að félag hans fái úthlutaða lóð fyrir mosku hér í Reykjavík. Honum hugnast þó alls ekki þessar áætlanir og segir að reynsla annarra þjóða sé sú að vafasamt sé að þiggja fé af erlendum aðilum til að koma upp aðstöðu fyrir trúarbrögð enda eigi þau að taka mið af hefðum þess lands sem þau eru iðkuð í en ekki hefðum þeirra landa sem senda fjármagn út í heim.

Þá segist hann óttast hópinn sem stendur að kaupunum og hluti af honum sé hópur manna sem vísað var úr Félagi múslíma í fyrra vegna þess að þeir virtu ekki reglur félagsins. Salmann hafði samband við lögreglunna vegna mannanna sem hann segir skapa misskilning um Íslam og þá múslíma sem hér vilja búa í sátt og samlyndi við alla menn óháð því hvaða trú þeir játa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×