Erlent

Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir

Samúel Karl Ólason skrifar
Líkkista Bernard Verlhac var þakin skopmyndum.
Líkkista Bernard Verlhac var þakin skopmyndum. Vísir/AFP
Þúsundir Frakka komu saman við ráðhúsið Í París til að minnast fimm starfsmanna tímaritsins Charlie Hebdo í dag. Nýjasta útgáfa tímaritsins selst eins og heitar lummur og biðraðir hafa myndast víða.

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði í dag að múslímar væru helstu fórnarlömb öfga. Hann hélt ræðu í Arab World Institute í París í dag en hann sagði að múslímar í Frakklandi hefðu sömu réttindi og aðrir ríkisborgarar og að allt yrði gert til að verja þá.

Teiknararnir Georges Wolinski og Bernard Verlhac voru jarðaðir í einkaathöfn en minningarathöfn fór fram við ráðhúsið í París þar sem fjöldi fólks mætti til að votta virðingu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×