Erlent

Enginn virðist vilja lík árásarmannanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Embættismenn þeirra bæja sem árásarmennirnir Cherif og Said Kouachi og Amedy Coulibaly hafa búið í, segja ekki koma til greina að þeir verði jarðaðir þar.
Embættismenn þeirra bæja sem árásarmennirnir Cherif og Said Kouachi og Amedy Coulibaly hafa búið í, segja ekki koma til greina að þeir verði jarðaðir þar. Vísir/Getty/AFP
Vandamál er komið upp varðandi lík árásarmannanna þriggja í París, sem skotnir voru til bana af lögreglu í síðustu viku. Þeir liggja enn í líkhúsi í borginni og enginn hefur lagt fram beiðni um að þeir verði jarðaðir. Hvorki saksóknarinn í París, né fjölskyldur þeirra.

Embættismenn þeirra bæja sem árásarmennirnir Cherif og Said Kouachi og Amedy Coulibaly hafa búið í, segja ekki koma til greina að þeir verði jarðaðir þar, samkvæmt Independent.

„Ef ég er beðinn um að grafa Said Kouachi, mun ég alfarið neita,“ segir Arnaud Robinet, borgarstjóri Reims. „Ég vil ekki gröf í Reims sem verður bænastaður öfgamanna.“

Samkvæmt frönskum lögum verður að bjóða múslímum upp á íslamska jarðarför, biðji fjölskyldumeðlimir þeirra um það.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×