Svanur í sjálfheldu á bílskúrsþaki Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2015 14:14 Svanurinn var hinn álkulegasti á bílskúrsþakinu lengi vel áður en hann mannaði sig upp í að taka glæfralegt stökkið. Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hífandi rok hefur verið víða um land, einnig í Hafnarfirði en það var þar sem svanur nokkur komst í hann krappann. Einhvern veginn hafnaði hann á bílskúrsþaki Óskars Eiríkssonar leikhúsframleiðanda sem segir málið hið undarlegasta. Óskar segist í það minnsta ekki hafa getað pródúserað þessa senu, þó hann hefði reynt. „Bílskúrinn er umkringdur trjám þannig að hann hlýtur að hafa fokið þarna niður á þakið. Það er engin leið að komast þangað öðru vísi,“ segir Óskar. Hann vísar til þess að svanir þurfi langt aðflug og langan lendingarflöt. Svanurinn er alveg úr sínu eðlilega umhverfi þarna á þakinu og hálf álkulegur, ef þannig má að orði komast. Hann labbaði hring eftir hring og vissi ekki hvað skyldi til bragðs taka. Það var svo bara meðan Vísir var í sambandi við Óskar vegna málsins að til tíðinda dró. „Já, eftir að hafa verið þarna fastur og hringsólað á þakinu í langan tíma, eða um klukkustund eftir að konan tók eftir honum, þá tók hann stökkið og tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma sér á flugi gegnum trén í bakgrunni. Við vorum með slökkviliðið á línunni þegar hann „mannaði“ sig upp í þetta. Hvernig hann endaði þarna er hinsvegar með öllu óskiljanlegt þar sem þakið er bara lítið bílskúrsþak í þröngum aðstæðum á alla kanta. Mjög líklega hefur honum hlekkst á í vindhviðu eða eitthvað slíkt.“ Allt endaði sem sagt vel með svaninn.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira