Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2015 09:35 Keppnisbíll Mercedes Benz í Formúlu 1 og ökumenn þeirra á síðasta keppnistímabili. Reglurnar í Formúlu 1 kappakstursseríunni eru margar og sumar ansi stífar. Ein þeirra er sú að liðin sem eiga þar rétt á keppni mega ekki breyta vélum sínum fyrir næsta ár og var það gert til að halda niður kostnaði liðanna. Vélarnar eru V6 með forþjöppum og rafmagnsmótorum og eftir að liðin höfðu öll þróað slíkar vélar fyrir síðasta keppnistímabil var meiningin að þannig ætti þær að vera óbreyttar fyrir næsta keppnisár einnig. Þetta eru Ferrari, Red Bull og McLaren liðin ósátt við þar sem Mercedes Benz tókst að þróa sína vél svo vel að keppnisbílar þeirra höfðu algera yfirburði yfir önnur lið í keppninni. Mercedes Benz vann allar nema 3 keppnir síðasta keppnistímabils og náði á pall í öllum keppnum þess. Þannig vilja þau ekki hafa næsta tímabil og tækju margir undir að það væri nú ekki æskilegt eitt ár enn. Mercedes Benz segir hinsvegar að ef reglunum verður breytt fyrir næsta tímabil muni það kosta liðin óheyrilegt fé. Hvort þessum þremur liðum verður ágengt í beiðni sinni verður tíminn einn að leiða í ljós, en óspennandi keppnir gera lítið fyrir keppnina og áhorfendur. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Reglurnar í Formúlu 1 kappakstursseríunni eru margar og sumar ansi stífar. Ein þeirra er sú að liðin sem eiga þar rétt á keppni mega ekki breyta vélum sínum fyrir næsta ár og var það gert til að halda niður kostnaði liðanna. Vélarnar eru V6 með forþjöppum og rafmagnsmótorum og eftir að liðin höfðu öll þróað slíkar vélar fyrir síðasta keppnistímabil var meiningin að þannig ætti þær að vera óbreyttar fyrir næsta keppnisár einnig. Þetta eru Ferrari, Red Bull og McLaren liðin ósátt við þar sem Mercedes Benz tókst að þróa sína vél svo vel að keppnisbílar þeirra höfðu algera yfirburði yfir önnur lið í keppninni. Mercedes Benz vann allar nema 3 keppnir síðasta keppnistímabils og náði á pall í öllum keppnum þess. Þannig vilja þau ekki hafa næsta tímabil og tækju margir undir að það væri nú ekki æskilegt eitt ár enn. Mercedes Benz segir hinsvegar að ef reglunum verður breytt fyrir næsta tímabil muni það kosta liðin óheyrilegt fé. Hvort þessum þremur liðum verður ágengt í beiðni sinni verður tíminn einn að leiða í ljós, en óspennandi keppnir gera lítið fyrir keppnina og áhorfendur.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira