Netflix má takmarka sölu á vöru sinni og þjónustu samkvæmt reglum ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:55 Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða Steingrímssonar, lögmanns. Vísir Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“ Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Fróði Steingrímsson, lögmaður, segir að það sé ekki rétt hjá Jóni Þóri Ólafssyni, þingmanni Pírata, að Íslendingar geti keypt þjónustu Netflix á grundvelli reglna Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa vöru og þjónustu. Í viðtali við Vísi um málið síðastliðinn sunnudag vísaði Jón Þór í dóm Evrópudómstólsins sem úrskurðaði árið 2011 að einkaréttur til sjónvarpsútsendinga í ákveðnu landi gengi gegn grunnreglum ESB. Þess vegna væri löglegt fyrir Íslendinga að horfa á Netflix í gegnum Evrópulönd þar sem Netflix byði upp á þjónustu sína. Fróði segir þetta ekki rétt. „Niðurstaða Evrópudómstólsins í máli breska barsins hefur verið oftúlkuð af mörgum, einmitt með sama hætti og Jón Þór gerir. Með dómnum var fyrst og fremst talið að bresk löggjöf sem bannaði innflutning á afruglurum frá Grikklandi, á grundvelli verndar höfundarréttinda, bryti gegn grunnreglu ESB um frjálst flæði vöru og þjónustu milli aðildarríkja,“ segir Fróði og bætir við að ekki sé hægt að bera saman beina útsendingu frá fótboltaleik og bíómyndir og sjónvarpsþætti í skilningi höfundaréttarins. „Evrópudómstóllinn byggði á því að fótboltaleikir sem slíkir uppfylla ekki skilyrði höfundarréttarins til að teljast verk. Hins vegar taldi dómstóllinn að allir aðrir þættir útsendingar frá slíkum viðburði, til dæmis öll lógó, innslög, tónlistarstef og þess háttar, væri háð höfundarrétti. Þetta er auðvitað það sem bindur útsendingar saman eins og fótboltaleikir eru sendir út í dag.“ Fróði segir að það sé sérstaklega tekið fram í niðurstöðu dómsins að það sé heimilt samkvæmt ESB að takmarka verk við tiltekið aðildarríki og sú heimild sé viðurkennd innan höfundarréttarins, bæði í löggjöf ESB og íslenskri löggjöf. Takmörkun Netflix innan Evrópu á dreifingu efnis er því lögleg samkvæmt reglum ESB og hefur verið það lengi, að sögn Fróða. „Það gilda einfaldlega aðrar reglur um rafræna dreifingu á verkum sem varin eru höfundarrétti heldur en dreifingu og sölu á fýsískum eintökum. Það er grundvallaratriði og það sem skiptir mestu máli þegar verið er að tala um Netflix, og önnur slík fyrirtæki, í þessu samhengi.“
Netflix Tengdar fréttir Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46 Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16 Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00 Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39 Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Verða alltaf til leiðir til að horfa á Netflix Netflix vinnur nú að því, að beiðni kvikmyndaframleiðslufyrirtækja, að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 21:46
Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. 16. október 2014 11:16
Myndform og Netflix í viðræðum Fyrirtækin hafa ekki komist að samkomulagi um það myndefni sem Myndform á sýningarrétt á hér á landi. Viðræðurnar hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Hafa rætt við þrjú stærstu kvikmyndafyrirtækin. 19. nóvember 2014 07:00
Lokað endanlega fyrir Netflix á Íslandi? Netflix vinnur nú að því að koma í veg fyrir að íbúar í löndum þar sem fyrirtækið starfar ekki geti fengið aðgang að þjónustu fyrirtækisins. 4. janúar 2015 16:39
Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land. 8. janúar 2015 07:00