Íslenski boltinn

Óskar frá KR til Kanada

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vísir/Stefán
Óskar Örn Hauksson, framherji KR, er að ná samningum við kanadíska liðið Edmonton FC sem leikur í NASL [North American Soccer League ], næstefstu deild Bandaríkjanna, samkvæmt heimildum Vísis.

Edmonton FC var stofnað fyrir fjórum árum, en liðið hafnaði í níunda sæti af ellefu liðum á fyrri hluta síðustu leiktíðar, en þriðja sæti um haustið. Óskar Örn mun því spila í sömu deild og spænska goðsögnin Raúl sem samdi fyrr í vetur við New York Cosmos.

Óskar Örn kom til KR frá Grindavík árið 2006 og hefur spilað átta síðustu tímabil með Vesturbæjarliðinu. Hann á að baki 148 leiki í efstu deild með KR og 30 mörk.

Þetta er mikið áfall fyrir KR sem hefur einnig misst fyrirliða sinn, Baldur Sigurðsson, í atvinnumennsku, en þeir hafa verið bestu menn liðsins undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×