Stóri sigurinn er að tveir buðu sig fram Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2014 06:00 Einar Vilhjálmsson. mynd/vísir Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti og þrefaldur Ólympíufari, var í gær kosinn formaður Frjálsíþróttasambandsins á þingi þess á Akureyri, en hann hafði betur í baráttunni við fráfarandi varaformann, Benóný Jónsson, með 35 atkvæðum á móti 26. Ekki er langt síðan Einar ákvað að bjóða sig fram. „Það gerðist bara á útmánuðum í vor að sitjandi formaður ákvað að gefa ekki kost á sér. Þá opnaðist umræða um hverjir væru tilbúnir að ljá hreyfingunni krafta sína næstu tvö árin og ég var í þeirri stöðu að geta látið mig málaflokkinn varða og tekið áskorunum varðandi hann,“ sagði Einar við Fréttablaðið í gær. Ekki var um hatramman kosningaslag að ræða. „Ég fór ekki fram gegn einum né neinum. Stóri sigurinn var sá að tveir menn voru tilbúnir til þess að ljá hreyfingunni aðstoð sína. Ég sagði í ræðu minni á þinginu að ef Benóný yrði kosinn færi þar fram mjög góður formaður.“ Einar hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að frjálsum íþróttum og hefur nokkuð skýra sýn á hvað hann vill bæta og breyta. „Ég bauð mig fram til að vinna að útbreiðslu og vexti íþróttarinnar á landsvísu. Ég vil líka hlúa að afreksstefnunni enn frekar og auka samtal milli þjálfara og hreyfingarinnar með jöfnuð fyrir alla að leiðarljósi. Ég steig einnig fram í vor og átti stóran þátt í hugmyndinni „Frímínútur“ sem miðar að því að virkja krakka í leik í löngu frímínútunum í skólum landsins.“ „Svo eru það eldri borgararnir en hvað varðar öldungaþáttinn blasa við spennandi verkefni. Ég vil opna og leyfa fleirum að njóta þessa góða starfs sem FRÍ hefur unnið. Þróun og útvíkkun á fjármagnsleiðum er líka sannarlega mjög aðkallandi. Ég ætla samt ekki að segjast ætla að gera hitt og þetta því allt kostar peninga,“ segir Einar sem er spenntur fyrir verkefninu. „Aldrei áður höfum við átt jafnglæsilegan mannauð ungmenna og ég lít á það sem mitt verkefni að koma á auknum verkefnum fyrir hreyfinguna og búa til þjálfarateymi sem hjálpast að,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Í beinni: Fiorentina - Celje | Albert og félagar geta komist í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira