Gerðu árás á bílalest Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. ágúst 2014 23:19 Bílalest með hjálpargögn. Úkraínumenn fengu að leita í rússneskri bílalest með hjálpargögn. Vísir/AFP Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“ Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Rússneska bílalestin sem sögð var eiga að flytja hjálpargögn til Úkraínu beið við landamærin í gær og fengu Úkraínumenn heimild til að leita í henni. Óvíst var hvenær þeirri leit lyki. Úkraínski herinn gerði hins vegar árás í fyrrinótt á rússneskar herbifreiðar sem höfðu fylgt bílalestinni en héldu að sögn Úkraínustjórnar inn yfir landamærin til Úkraínu. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti fullyrti þetta í gær og Úkraínuher sagði herbifreiðarnar hafa verið eyðilagðar með öllu. Rússnesk stjórnvöld neita því hins vegar að herlið frá þeim hafi farið yfir landamærin. Laurent Corbaz, yfirmaður hjá Alþjóðanefnd Rauða krossins í Evrópu, sagði að bráðabirgðasamkomulag hefði náðst um að rússnesku flutningabifreiðarnar fengju að fara yfir landamærin til Úkraínu, en aðeins ein í einu og enginn nema einn ökumaður yrði í hverri bifreið. Starfsmenn Rauða krossins tækju þar við hjálpargögnunum og dreifðu þeim í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði án herfylgdar. Átökin í austanverðri Úkraínu, sem hófust síðla vetrar, hafa nú kostað nærri 2.100 manns lífið. Hörðust hafa átökin verið á allra síðustu vikum. Ástandið hefur verið einna verst í borginni Luhansk, sem hefur verið að mestu án vatns og rafmagns auk þess sem símasamband er afar stopult. Rússneskir ráðamenn hafa ítrekað verið sakaðir um að kynda undir ólgunni í austanverðri Úkraínu og aðstoða uppreisnarmenn, sem vilja margir hverjir aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússland. Til stendur að utanríkiráðherrar Úkraínu og Rússlands hittist í Berlín á morgun, ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands. „Við þurfum að ræða saman,“ sagði Pavlo Klimkin, utanríkisráðherra Úkraínu, á Twitter-síðu sinni í gær. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ræddu ástandið í Úkraínu á fundi sínum í Brussel í gær, og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir meðal annars: „Evrópusambandið myndi líta á allar einhliða hernaðaraðgerðir af hálfu Rússa í Úkraínu, undir hvaða yfirskini sem það er, þar á meðal undir yfirskini mannúðaraðstoðar, sem gróft brot á alþjóðalögum.“
Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira