Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði Bjarki Ármannsson skrifar 11. ágúst 2014 08:30 Útgjöld Landspítala fóru alls 1.685 milljónir króna fram yfir heimildir fjárlaga. Vísir/GVA Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur. Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ákveðin atriði í skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins koma á óvart. Um tíu stofnanir fóru rúmlega hundrað milljónir króna fram yfir heimild.Vigdís Hauksdóttir.Vísir/PjeturGefa ekki afslátt á markmiðinu „Þetta eru vonbrigði, hvað sumar stofnanir eru að keyra fram úr,“ segir Vigdís. „En það eru fjórir mánuðir eftir af árinu og ég ætla ekki að fella neinn dóm. Það verður bara að sjá þegar upp er staðið hvernig þetta kemur út.“ Vigdís segir að með níu mánaða uppgjöri, sem út kemur í september, muni staðan skýrast betur. Sumar stofnanir geti þá verið búnar að laga rekstur sinn ef sértekjur eiga eftir að berast þeim á seinni hluta árs. „Annað sem kemur á óvart er að Rannsóknarnefnd Alþingis skuli fara fram úr,“ segir hún, en útgjöld nefndarinnar fyrri hluta árs námu alls 106 milljónum. „Þegar sparisjóðsskýrslan kom út var okkur sagt að það væri lokagreiðslan.“ Hún segir markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið enn raunhæft, þó til þess þurfi sameiginlegt átak kerfisins alls. „Við gefum ekki afslátt á því,“ segir Vigdís. „Þetta er bara eins og fyrirtæki. Innkoman verður að vera meiri á þessu ári en útgjöldin.“Steingrímur Ari Arason.Vísir/GVARíkisstjórnin þurfi að taka af skarið Þó hefur fjárlaganefnd boðað til fundar í næstu og þar næstu viku vegna stöðunnar. „Við erum að fara að kalla til okkar ráðuneytin þar sem er áberandi mikil framúrkeyrsla,“ segir Vigdís. Hún nefnir Landspítala, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðina í þessu samhengi, en útgjöld þessara þriggja stofnana námu öll rúmlega einum og hálfum milljarði meira en nam heimild fyrri hluta árs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir stærstan hluta framúrkeyrslu stofnunarinnar hafa verið fyrirséðan í byrjun árs. „Almennt séð er tvennt til ráða. Það er að skerða réttindagreiðslurnar eða að hækka fjárveitinguna,“ segir Steingrímur. „Hvort heldur þú horfir á réttindin eða fjárveitinguna, þá er það ríkisstjórnarinnar að taka af skarið með það,“ segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00 Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53 Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Varaformaður fjárlaganefndar segir það ekki ógna áætlunum stjórnvalda um hallalaus fjárlög 8. ágúst 2014 20:00
Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi. 10. ágúst 2014 18:53
Sjúkratryggingar fara milljarða fram úr áætlun Það stefnir í að Sjúkratryggingar fari um 2,7 milljarða fram úr áætlun. Forstjóri stofnunarinnar segir að mikill kostnaður vegna nýs samnings við sérfræðilækna skýri framúrkeyrsluna. Fjárlaganefnd Alþingis ætlar að kalla eftir skýringum. 31. júlí 2014 07:00