„Það er svo gott að búa í Kópavogi“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 „Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
„Það er svo gott að búa í Kópavogi.“ Svo mælti þáverandi æðstráðandi á staðnum, Gunnar Birgisson, þegar hann tjáði sig um búsetuúrræði á suðvesturhorni Íslands. „Það er svo gott að búa á Akureyri,“ sagði forsætisráðherra landsins í ræðu sinni norður þar. Að minnsta kosti miklu betra en að búa í Hafnarfirði, ef marka má ráðherrann og flokksbræður hans í ríkisstjórn Íslands. Rétt er það. Gott er að búa á Akureyri – enda bjó ég þar að eigin vali í fjóra vetur sem nemandi og undi dvölinni vel. Einmitt vegna þess hversu gott það er stendur nú til að flytja 40 til 60 fjölskyldur nauðungarflutningum frá Hafnarfirði til Akureyrar bara af velvild við viðkomandi. Það er svo gott að búa þar – það er ekki í Hafnarfirði.Ný höfuðborg fyrir „hæstráðanda“ Um leið er sagt að fleiri flutningar standi til. Nú er það svo að höfuðborg eins lands ræðst ekki af fjölda íbúa á staðnum heldur af því hvar stjórnkerfi landsins kýs sér aðsetur. Fjölmörg dæmi eru um að höfuðborgir viðkomandi landa séu ekki fjölmennustu borgirnar. Þannig er til dæmis Washington höfuðborg Bandaríkjanna þótt íbúar séu fleiri í New York og Brasilía er höfuðborg Brasilíu þótt íbúar séu fleiri í Rio de Janeiro. Höfuðborgin er einfaldlega sá staður þar sem stjórnkerfið kýs að hafa sinn samastað. Þar sem „hæstráðandi til lands og sjávar“ vill hafa höfuðborgina.Þar sem „alveg er hægt að gista“ Nú er ljóst orðið að „hæstráðandi til lands og sjávar á Íslandi“ vill flytja stjórnsýslustofnanir frá höfuðborgarsvæðinu og norður á Akureyri. Hann vill hafa þær ekki of langt frá jarðarskikanum að Hrafnabjörgum III þar sem forsætisráðherrann hefur nú skráð lögheimili ásamt fjölskyldu sinni og þar sem „alveg er hægt að gista“, eins og haft er eftir Jóni Guðmundssyni, bónda á bænum þeim þar sem ráðherrann þiggur búsetustyrk frá Alþingi. Ekki verður þá of langt fyrir hann að fara frá stjórnsýslunni og heim.Hvernig flytja má höfuðborgir Nú má margt læra af Brasilíumönnum annað en það hvernig halda á heimsmeistarakeppni í fótbolta – eða hvernig ekki á að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta. Eitt af því sem læra má af Brasilíumönnum er hvernig flytja má höfuðborgir. „Hæstráðandi til lands og sjávar“ í því landi tók þá gagnmerku ákvörðun að flytja bara höfuðborgina þangað sem hann vildi hafa hana. Arkitektinn Oscar Niemayer var ráðinn til þess að hanna nýja höfuðborg og hún reis á árunum 1956-1960 og nefnist Brasilía. Þangað var svo stjórnkerfið flutt. Þar er nú höfuðborgin. Hin brasilíska Reykjavík ber ekki þann titil lengur.Mbl. sér um það Ekki ýkja langt frá Hrafnabjörgum III er jörðin Hrifla. Hún er vel þekkt úr sögunni. Væri ekki tilvalið að byggja þar nýja höfuðborg í stað Reykjavíkur? Fá skipulagsfræðing eins og þann sem nú situr í forsætisráðuneytinu til þess að taka að sér verkefni Oscars Niemayers. Skipuleggja nýja höfuðborg á Hriflu. Ekki á Laugarvatni – heldur á Hriflu. Hversu miklu betra yrði ekki að búa í höfuðborginni Hriflu en í Hafnarfirði? Ekki spurning. Ekki heldur fyrir íhaldið? Það fylgir bara með – svona aukreitis. Þegir – og þakkar. Mbl. sér um það. Málgagn „hæstráðanda til lands og sjávar“.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun