Til hagsbóta fyrir heimilin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun