Fjandmenn eða foreldrar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun