Fjandmenn eða foreldrar? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. júní 2014 06:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið sagði frá því í gær að málum hjá sýslumanni, þar sem foreldrar takast á um umgengni við börn sín, hefði fjölgað mjög síðustu ár. Þá hefði málum, þar sem farið er fram á að foreldri sé beitt dagsektum til að það hætti að meina hinu foreldrinu umgengni við barn, fjölgað tífalt. Þessi þróun er væntanlega að langmestu leyti tilkomin vegna breyttra laga og breytts viðhorfs til hlutverka feðra og mæðra í barnauppeldi. Fyrir rúmlega tuttugu árum var það nánast sjálfgefið að mæður fengju forsjá barna við skilnað eða sambúðarslit. Árið 1992 var lögum breytt þannig að möguleiki varð að foreldrar færu sameiginlega með forsjá. Fjórtán árum seinna varð sameiginleg forsjá meginreglan að lögum. Nú orðið fara foreldrar saman með forsjá í yfirgnæfandi meirihluta tilvika eftir skilnað. Það kemur ekki í veg fyrir deilur um forsjá og umgengni. Eyrún Guðmundsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslumanninum í Reykjavík, segist í Fréttablaðinu í gær ætla að fjölgun mála hjá embættinu tengist auknu jafnrétti. Í flestum tilvikum eru það feður sem sækja rétt sinn. Eyrún segir að tíminn, sem fráskildir feður hafi umgengni við börn sín, hafi lengzt undanfarin ár. Það er tvímælalaust jákvæð þróun. Uppeldi barna er sameiginlegt verkefni, sem feður og mæður þurfa að axla til jafns, ef fullt jafnrétti á að nást. Hins vegar getur það valdið núningi og átökum, að feður sæki rétt sinn. Þótt löggjöfin hafi breytzt og rétturinn til að knýja fram umgengni forsjárlausra foreldra við börn sín hafi styrkzt, er samfélagið ekki endilega reiðubúið að viðurkenna að feður eigi jafnríkan rétt á að umgangast börnin sín eftir skilnað og taka ákvarðanir um líf þeirra og mæðurnar. Eftir því sem sú viðurkenning fer vaxandi, ætti deilumálunum að fækka. Að fjölmiðlum berast reglulega ljótar sögur um foreldra, oftast mæður, sem brjóta gróflega á réttindum fyrrverandi maka með því að hindra umgengni. Líka frásagnir af foreldrum, oftast feðrum, sem hafi í raun engan áhuga á að umgangast börnin sín en noti kröfur um umgengnisrétt og dagsektir sem vopn í deilum við fyrrverandi maka. Þetta eru mál sem erfitt er að fjalla um frá annarri hliðinni eingöngu, ekki sízt af því að börn eiga í hlut, og fjölmiðlar láta þau því oftast vera. Á hinu er sjaldnar vakin athygli, að í miklum meirihluta tilvika gengur sameiginleg forsjá foreldra eftir skilnað, og eftir atvikum umgengni þótt annað foreldri fari með forsjána, alveg ljómandi vel. Ef ábyrgðin á börnunum var jöfn í hjónabandi eða sambúð heldur hún áfram að vera það þótt sambandinu sé slitið. Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar, segir í Fréttablaðinu í gær að hún hafi á tilfinningunni að aukin harka sé í umgengnismálum og fólk láti of oft hnefann ráða för. „Fólk er orðið of upptekið af baráttu, að sigra hinn, í stað þess að hafa þarfir barnanna að leiðarljósi,“ segir hún. Það mættu allir hafa í huga strax og þeir eignast börn – eða jafnvel fyrr – að það eru ekki góðir foreldrar sem láta deilur eða fjandskap sín á milli bitna á börnunum. Skyldur foreldra eru einfaldlega þess eðlis að þeim verður ekki sinnt nema í sameiningu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun