Gunnar vill keppa í Dublin í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2014 06:30 Yfirburðir. Gunnar vann síðast sigur á Rússanum Omari Akhmedov með hengingu strax í fyrstu lotu.fréttablaðið/Getty Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“ MMA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjögurra bardaga samning við UFC-bardagadeildina. Munnlegt samkomulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munnlegt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálfara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðningsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“
MMA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira