Rukkað á nýrri Sundabraut Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. apríl 2014 06:00 Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgönguframkvæmda. Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem blasir við öllum; að um leið og minna fé hefur verið veitt til stofnframkvæmda í vegakerfinu undanfarin ár, fer þörfin sífellt vaxandi. Stýrihópnum er ætlað að „kanna rækilega hvaða framkvæmdir unnt væri að ráðast í með samvinnu ríkis og einkaaðila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við slík mannvirki“. Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfirvöld í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka framkvæmd. Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuðborgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn. Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgönguframkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar til að standa undir sér með gjaldtöku. Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmdinni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að endurtaki sig. Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hagræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni. Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun