Hvað hefur breyst? Andrés Pétursson skrifar 12. mars 2014 07:00 Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Margir klóra sér í höfðinu yfir sinnaskiptum forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum. Árið 2009 auglýsti Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, að Ísland ætti að leita eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að íslensk stjórnvöld og IMF (AGS) ynnu að því í sameiningu að Íslendingar tækju upp evru sem gjaldmiðil í sátt og samvinnu við Evrópusambandið. Nokkru áður höfðu Bjarni og Illugi Gunnarsson, núverandi menntamálaráðherra, skrifað grein í Fréttablaðið um að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB. Ástæðan væri meðal annars sú að íslenska krónan myndi reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Árið 2014 samþykkja þessir sömu menn að slíta eigi viðræðum við ESB jafnvel þótt ekki sé komin nein niðurstaða í gjaldmiðlamálin. Hvað hefur breyst á þessum tæpu fjórum árum sem skýrir þessa stefnubreytingu? Árið 2009 var efnahagsástandið í ýmsum Evrópulöndum ótryggt. Efnahagur Grikklands, Portúgals, Spánar og Írlands var brothættur. Óeining var meðal landa eins og Þýskalands og Frakklands um hvernig taka ætti á evrukrísunni. Samt sem áður töldu Bjarni og Illugi á þeim tíma að Ísland ætti að tengjast evrusvæðinu sterkari böndum. Árið 2014 standa evrulöndin mun betur en 2009. Hagvöxtur er tekinn að aukast, fáir tala um evrukrísu og almenn bjartsýni er að aukast í flestum löndum evrusvæðisins. Á sama tíma bendir fátt til þess að ástandið sé að lagast á Íslandi. Að vísu hefur hagvöxtur aukist en landið er enn í gjaldeyrishöftum. Flestir eru sammála um að höftin séu meinsemd sem smám saman er að draga máttinn úr íslensku efnahagslífi. Lífeyrissjóðirnir geta ekki fjárfest erlendis og það er að myndast ný bóla á fasteignamarkaðnum. Þá rjúka allt í einu Bjarni og Illugi til og vilja loka fyrir einn hugsanlegan möguleika á því að hjálpa okkur úr þessari spennitreyju. Hvaða hagsmuni eru þessir ágætu herramenn að verja? Ég veit að bæði Bjarni og Illugi eru vel gefnir og vel meinandi menn. Þess vegna er mér illmögulegt að skilja þessa afstöðu þeirra. Ég held því að þetta sé örugglega einhver misskilningur hjá þeim sjálfstæðismönnum og hvet þá til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Staðreyndin er nefnilega sú að það er enn vænlegra árið 2014 að skoða Evrópumöguleikann en það var árið 2009.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun