Innlent

Hafa ekki sett nein tímamörk

Þorgils Jónsson skrifar
Stefan Füle stækkunarstjóri ESB.
Stefan Füle stækkunarstjóri ESB. vísir/getty
Peter Stano, talsmaður Stefans Füle stækkunarstjóra Evrópusambandsins, segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að þrátt fyrir að það sé hvorki Íslandi né sambandinu í hag að ákvörðun um framhald viðræðnanna dragist óendanlega, hafi ESB ekki sett nein föst tímamörk í þeim efnum.

Stano vísar þar til orða Füles, bæði á fundi með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra sem og þegar framvinduskýrslan um Ísland var kynnt.

Við síðarnefnda tilefnið sagði Füle: „Það er undir Íslandi komið, stjórnvöldum, Alþingi og íslenskum almenningi. Við setjum engin tilbúin tímamörk. Ég hef gert það ljóst að ég muni virða þeirra ákvarðanir og tímasetningar.“

Stano segir að öllum öðrum túlkunum á orðum stækkunarstjóra sé hafnað, sem og að þau séu sett í annað samhengi að það sem þau voru látin falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×