Viðbrögð við íhlutun Rússa gætu raskað hag evrópskra bílaframleiðenda Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. mars 2014 10:30 Gestir á forsýningu Volkswagen Group í Genf í Sviss á mánudag. Sýningin er hluti af 84. alþjóðlegu bílasýningunni í Genf og gladdi þar meðal annars augun nýr gulur Lamborghini Huracan. Sýningin er opin gestum og gangandi 6. til 16. þessa mánaðar. Fréttablaðið/AP Bílaframleiðendur í Evrópu hafa vara á sér vegna stöðunnar sem upp er komin í samskiptum Rússa við umheiminn. Fréttaveita AP greinir frá því að á upphafsdegi alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf í gær hafi komið fram að framleiðendur búi sig undir að breyta markaðsáætlunum sínum í snatri vegna mögulegra refsiaðgerða á hendur Rússum vegna inngrips landsins í málefni Úkraínu. Rússlandsmarkaður hefur leikið lykilhlutverk í áætlunum kreppuhrjáðra bílaframleiðenda í Evrópu. Þeir hafa horft til þess að auka sölu sína með aukinni starfsemi í Rússlandi, auk þess að leita þangað eftir samstarfi í sameiginleg verkefni. Óvissa hefur nú aukist um allar slíkar ráðagerðir vegna sívaxandi spennu milli Rússlands og Vesturveldanna sökum Krímskaga, sem er hluti af Úkraínu. „Það verður alltaf eitthvað til að koma á óvart. Úkraína er dæmi um það. Sveigjanleiki er nauðsynlegur,“ segir Stephen Odell, forstjóri Ford Europe. Hann ræddi við blaðamenn á foropnun fyrir fjölmiðla á Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í gær. Rússland vegur þungt í áætlunum Ford um að ná aftur arðbærum rekstri í Evrópu fyrir árið 2015, en þar er fyrirtækið með þrjár verksmiðjur og selur um 120 þúsund bíla á ári. Odell segir Ford ekki gefa út neinar spár um sölu í Rússlandi á þessu ári „og í hreinskilni sagt, miðað við hvað ástandið er eldfimt, verðum við bara að bíða og sjá“. Mikilvægt sé að hafa áætlun um næstu skref, en hafa hana nægilega sveigjanlega til þess að taka megi á aðstæðum eftir því sem þær koma upp. Didier Leroy, yfirmaður Toyota í Evrópu, segist vera í tíðu sambandi við svæðisstjóra sinn í Úkraínu, þar sem fyrirtækið er með 33 Toyota-söluumboð og fimm fyrir Lexus. Þá fylgist Toyota grannt með þróun mála í Rússlandi, en þar seldust 172 þúsund Toyota-bílar í fyrra. „Hlutirnir gerast mjög hratt,“ segir Leroy. „Það er erfitt að setja fram nokkrar spár.“ Þá segir Leroy að þótt bati sé hafinn á bílamarkaði í Evrópu þá verði hann hægur. „Og samkeppnin verður áfram mjög, mjög hörð.“Gestir á tæknisýningu Mobile World Congress á Spáni 26. síðasta mánaðar prófa að tengja snjallsíma sína við ConnectedDrive-kerfi BMW. Fréttablaðið/APSamruni bíla og snjallsíma Framleiðendur sem kynntu bíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í ár lögðu mikla áherslu á getuna til að tengja bíla og snjallsíma og gera notkun smáforrita (appa) auðveldari og öruggari. Ferrari, Mercedes-Benz og Volvo forsýndu í vikunni iPhone-tækni Apple fyrir bíla. Volkswagen er svo meðal bílaframleiðenda sem starfa með Google Inc. við að gera Android-síma óaðskiljanlega kerfi bíla. Vonir Google standa til þess að ljúka því að tengja Android-síma við bíla fyrir lok þessa árs. Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen, sagði í Genf að bílar væru að færast í þá átt að vera eins og fartölvur „með byltingarkenndum afleiðingum fyrir framtíðina“. Viðskiptavinir framtíðarinnar sagði hann að gætu mögulega uppfært hugbúnað bíla sinna heima í bílskúr. Winterkorn spáir því líka að stafræna byltingin í bílaframleiðslu breyti hefðbundnu útgáfuferli bíla þar sem viðskiptavinir krefjist þess að fá „réttan bíl, með réttri tækni, á réttum tíma,“ þannig að framleiðendur neyðist hugsanlega til að stytta þann sjö til átta ára tíma sem tekur að hanna og framleiða nýjan bíl. „Á næstu árum stendur bílaiðnaðurinn frammi fyrir einhverju mesta umróti síðan bíllinn var fundinn upp.“ Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bílaframleiðendur í Evrópu hafa vara á sér vegna stöðunnar sem upp er komin í samskiptum Rússa við umheiminn. Fréttaveita AP greinir frá því að á upphafsdegi alþjóðlegu bílasýningarinnar í Genf í gær hafi komið fram að framleiðendur búi sig undir að breyta markaðsáætlunum sínum í snatri vegna mögulegra refsiaðgerða á hendur Rússum vegna inngrips landsins í málefni Úkraínu. Rússlandsmarkaður hefur leikið lykilhlutverk í áætlunum kreppuhrjáðra bílaframleiðenda í Evrópu. Þeir hafa horft til þess að auka sölu sína með aukinni starfsemi í Rússlandi, auk þess að leita þangað eftir samstarfi í sameiginleg verkefni. Óvissa hefur nú aukist um allar slíkar ráðagerðir vegna sívaxandi spennu milli Rússlands og Vesturveldanna sökum Krímskaga, sem er hluti af Úkraínu. „Það verður alltaf eitthvað til að koma á óvart. Úkraína er dæmi um það. Sveigjanleiki er nauðsynlegur,“ segir Stephen Odell, forstjóri Ford Europe. Hann ræddi við blaðamenn á foropnun fyrir fjölmiðla á Alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í gær. Rússland vegur þungt í áætlunum Ford um að ná aftur arðbærum rekstri í Evrópu fyrir árið 2015, en þar er fyrirtækið með þrjár verksmiðjur og selur um 120 þúsund bíla á ári. Odell segir Ford ekki gefa út neinar spár um sölu í Rússlandi á þessu ári „og í hreinskilni sagt, miðað við hvað ástandið er eldfimt, verðum við bara að bíða og sjá“. Mikilvægt sé að hafa áætlun um næstu skref, en hafa hana nægilega sveigjanlega til þess að taka megi á aðstæðum eftir því sem þær koma upp. Didier Leroy, yfirmaður Toyota í Evrópu, segist vera í tíðu sambandi við svæðisstjóra sinn í Úkraínu, þar sem fyrirtækið er með 33 Toyota-söluumboð og fimm fyrir Lexus. Þá fylgist Toyota grannt með þróun mála í Rússlandi, en þar seldust 172 þúsund Toyota-bílar í fyrra. „Hlutirnir gerast mjög hratt,“ segir Leroy. „Það er erfitt að setja fram nokkrar spár.“ Þá segir Leroy að þótt bati sé hafinn á bílamarkaði í Evrópu þá verði hann hægur. „Og samkeppnin verður áfram mjög, mjög hörð.“Gestir á tæknisýningu Mobile World Congress á Spáni 26. síðasta mánaðar prófa að tengja snjallsíma sína við ConnectedDrive-kerfi BMW. Fréttablaðið/APSamruni bíla og snjallsíma Framleiðendur sem kynntu bíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf í ár lögðu mikla áherslu á getuna til að tengja bíla og snjallsíma og gera notkun smáforrita (appa) auðveldari og öruggari. Ferrari, Mercedes-Benz og Volvo forsýndu í vikunni iPhone-tækni Apple fyrir bíla. Volkswagen er svo meðal bílaframleiðenda sem starfa með Google Inc. við að gera Android-síma óaðskiljanlega kerfi bíla. Vonir Google standa til þess að ljúka því að tengja Android-síma við bíla fyrir lok þessa árs. Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen, sagði í Genf að bílar væru að færast í þá átt að vera eins og fartölvur „með byltingarkenndum afleiðingum fyrir framtíðina“. Viðskiptavinir framtíðarinnar sagði hann að gætu mögulega uppfært hugbúnað bíla sinna heima í bílskúr. Winterkorn spáir því líka að stafræna byltingin í bílaframleiðslu breyti hefðbundnu útgáfuferli bíla þar sem viðskiptavinir krefjist þess að fá „réttan bíl, með réttri tækni, á réttum tíma,“ þannig að framleiðendur neyðist hugsanlega til að stytta þann sjö til átta ára tíma sem tekur að hanna og framleiða nýjan bíl. „Á næstu árum stendur bílaiðnaðurinn frammi fyrir einhverju mesta umróti síðan bíllinn var fundinn upp.“
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira