Viðskiptajöfur fékk blekgusu í andlitið Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. mars 2014 12:30 Subrata Roy fékk yfir sig blekgusu frá reiðum lögmanni þegar verið var að leiða hann fyrir dómara í gær. Fréttablaðið/AP Indverskur auðjöfur sem sakaður er um stórfelld fjársvik fékk í andlitið blekgusu þar sem hann var á leið inn í hæstarétt í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Árásarmaðurinn sem skvetti á hann hrópaði að honum ókvæðisorð um leið. Subrata Roy, sem fer fyrir Sahara India-samsteypunni, fékk gusuna á ennið og yfir hálft andlitið. „Subrata Roy er þjófur. Hann sveik okkur og stal frá okkur!“ segir fréttastofa AP að árásarmaðurinn hafi hrópað. Sjónvarpsstöðvar á Indlandi hafi svo nafngreint hann sem Manoj Shjarma lögmann. Lögregla handtók Shjarma á staðnum. Verðbréfaeftirlit Indlands hefur sakað Sahara India um að safna nærri 200 milljörðum rúpía (rúmlega 360 milljörðum króna) með verðbréfaútgáfu sem síðar kom í ljós að var ólögleg. Hæstiréttur kvað í gær upp úrskurð um að Roy og tveir aðrir yfirmenn samsteypunnar ættu að sitja í fangelsi þar til rétturinn ákvæði annað. Næst verður málið tekið fyrir ellefta þessa mánaðar. Þá lagði rétturinn fyrir lögmenn Sahara India að leggja fram áætlun um hvernig félagið ætlaði að endurgreiða fjárfestum. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Indverskur auðjöfur sem sakaður er um stórfelld fjársvik fékk í andlitið blekgusu þar sem hann var á leið inn í hæstarétt í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Árásarmaðurinn sem skvetti á hann hrópaði að honum ókvæðisorð um leið. Subrata Roy, sem fer fyrir Sahara India-samsteypunni, fékk gusuna á ennið og yfir hálft andlitið. „Subrata Roy er þjófur. Hann sveik okkur og stal frá okkur!“ segir fréttastofa AP að árásarmaðurinn hafi hrópað. Sjónvarpsstöðvar á Indlandi hafi svo nafngreint hann sem Manoj Shjarma lögmann. Lögregla handtók Shjarma á staðnum. Verðbréfaeftirlit Indlands hefur sakað Sahara India um að safna nærri 200 milljörðum rúpía (rúmlega 360 milljörðum króna) með verðbréfaútgáfu sem síðar kom í ljós að var ólögleg. Hæstiréttur kvað í gær upp úrskurð um að Roy og tveir aðrir yfirmenn samsteypunnar ættu að sitja í fangelsi þar til rétturinn ákvæði annað. Næst verður málið tekið fyrir ellefta þessa mánaðar. Þá lagði rétturinn fyrir lögmenn Sahara India að leggja fram áætlun um hvernig félagið ætlaði að endurgreiða fjárfestum.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira