Innlent

Þorgerður Katrín segir frjálslynda yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Þorgerður Katrín segist ekki vilja að harðlínumenn taki yfir Sjálfstæðisflokkinn.
Þorgerður Katrín segist ekki vilja að harðlínumenn taki yfir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/GVA
Margir frjálslyndir yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn í kjölfar tillögu ríkisstjórnar um að slíta viðræðum við Evrópusambandið og aðrir segjast ekki vilja leyfa „harðlínunni“ að taka yfir. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokks, í þættinum Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini í gær.

„Ég held að fólki, og ekki síst frjálslyndu fólki innan Sjálfstæðisflokksins, hafi algjörlega misboðið þessi nálgun því hún er ekkert í takt við flokkinn okkar,“ sagði Þorgerður. Fréttastofa hefur heimildir um að allnokkrir hafi sagt sig úr flokknum síðustu daga.

Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist ómögulega geta gefið það upp hversu margir hafi skráð sig úr flokknum á undanförnum vikum.

„Það er meira um það en ef ekkert væri að gerast, en kannski ekki meira en búast má við þegar svona umdeild mál eru til umræðu,“ segir Þórður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×