Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Brjánn Jónasson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Auk þess að byggja þjónustumiðstöð við Dettifoss og aðrar náttúruperlur í Reykjahlíð stendur til að byggja útsýnispalla og leggja göngustíga. Fréttablaðið/Vilhelm Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá. Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá.
Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent