„Svona er víst fótboltinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2014 06:00 Yaya Touré hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum fyrir Manchester City á leiktíðinni til þessa. Vísir/Getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.Zlatan Ibrahimovic og félagar í Paris Saint-Germain heimsækja Bayer Leverkusen í hinum leik dagsins en Svíinn er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni.Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, mætir þarna sínum gömlu félögum í Barcelona en hann hefur spilað frábærlega á fyrsta tímabili Manuels Pellegrini hjá City og er allt annar leikmaður í dag en hann var á tíma sínum í Barcelona (2007-2010). „Þetta verður erfitt því ég vildi ekki mæta Barcelona. Þetta er félag sem ég ber mikla virðingu fyrir enda félag sem kenndi mér margt og þar eru margir góðir vinir sem hjálpuðu mér mikið,“ sagði Yaya Touré í viðtali á heimasíðu UEFA. „Ég mun spila á Camp Nou, á leikvangi þar sem ég vildi alltaf spila en núna kem ég til baka í annarri treyju. Ég vildi ekki spila fyrir framan stuðningsmenn sem gáfu mér svo mikið en svona er víst fótboltinn,“ sagði Touré en hann segist spila miklu frjálsara hlutverk hjá City en hjá Barca. „Hjá Barcelona var það mitt hlutverk að halda stöðunni og skipuleggja leik liðsins. Það snerist allt um að missa aldrei einbeitingu. Núna get ég farið niður í vörnina eða fram í sókn en hjá Barcelona varð ég bara að vera á miðjunni. Ég kann vel mig á Englandi af því að þar er spilaður opinn og hraður fótbolti,“ sagði Yaya Touré. Tölurnar tala sínu máli, hann er með 43 mörk og 31 stoðsendingu í 168 leikjum með City en var aðeins með 6 mörk og 8 stoðsendingar í 118 leikjum með Barcelona. Yaya Touré hefur unnið báðu stóru titlana á Englandi en lítið hefur gengið í Meistaradeildinni. Liðið er hins vegar komið áfram í útsláttarkeppnina og nú dreymir hann um að vinna Meistaradeildina eins og honum tókst árið 2009. Leikur Manchester City og Barcelona hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Leverkusen og PSG er sýndur á S2 Sport 3. Upphitun Hjartar Hjartarsonar hefst klukkan 19.10 og eftir leikinn mun hann síðan fara yfir leiki kvöldsins í Meistaramörkunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira