Sævar lét forsetann bíða eftir sér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2014 08:00 Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. Mynd/Úr einkasafni „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíðagöngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíuleikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svokölluðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjallaþorpinu“. Sævar er þó síður en svo einsamall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heimshornum,“ bætir hann við.Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morgun. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmislegt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kantinum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjávarmáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávarmáli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mikilli hæð.“Með norskan smurningsmann Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðsins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðlafólks í Sotsjí og fjölmargar myndir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér.Mynd/Úr einkasafni„Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstaklega að hafa fengið að vera fánaberi. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira