Hef aldrei á ævinni verið svona veikur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2014 08:15 Jón Arnór og félagar í Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í undanúrslitum spænska Konungsbikarsins í kvöld. Fréttablaðið/Stefán „Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson. Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
„Þessi vika er búin að vera sykursæt fyrir mig,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta, um síðustu daga í Málaga á Spáni þar sem lið hans CAI Zaragoza keppir í spænska Konungsbikarnum. Zaragoza-liðið gerði sér lítið fyrir og vann flottan sigur á heimamönnum í Málaga fyrir framan um 15.000 áhorfendur og mætir stórliði Real Madrid í undanúrslitum í dag. Jón Arnór var fárveikur í aðdraganda leiksins en spilaði samt í níu mínútur og skoraði þrjú stig.Algjörlega örmagna „Ég hef aldrei á ævinni verið svona veikur. Ég fékk svakalega slæman magavírus á þriðjudaginn og lá inni á spítala með næringu í æð allan miðvikudaginn. Ég hélt engu niðri og gat hvorki borðað né drukkið,“ segir Jón Arnór en allt var gert svo þessi öflugi leikmaður gæti beitt sér að einhverju leyti í leiknum. „Mér var tjaslað saman og ég settur á pillukúr til að stoppa þetta. Þetta er búið að vera rosalega erfitt en það var auðvitað svakalega gaman að vinna leikinn, sérstaklega eftir að vera undir svona lengi og auðvitað fyrir framan þeirra áhorfendur. Stemningin var alveg geðveik.“ Jón Arnór spilaði í níu mínútur í leiknum og það var meira en nóg. „Ég man voðalega lítið eftir seinni hálfleiknum, ég var svo örmagna. Við vorum mest 13 stigum undir en eftir að ég kom inn á fórum við að sigla fram úr. Við spiluðum alveg hörkuvörn. Við vorum komnir 6-7 stigum yfir þegar ég var tekinn út af og guð, hvað ég var feginn. Ég skreið nánast út af ég var svo örmagna. En strákarnir spiluðu frábærlega og kláruðu þetta,“ segir hann.Árshátíð körfuboltans Spænski Konungsbikarinn fer fram þegar deildakeppnin er hálfnuð en þá mæta átta efstu lið ACB-deildarinnar, þeirrar efstu á Spáni sem er sú sterkasta í Evrópu, á einn stað, að þessu sinni til Málaga, og afgreiða bikarinn á langri helgri. Mikil stemning myndast í kringum keppnina sem er ein sú stærsta og virtasta í Evrópu. „Það er ekki bara út af körfuboltanum sjálfum heldur líka því að þetta er hálfgerð árshátíð körfuboltans hérna. Hérna hittast allir umboðsmennirnir og aðrir viðskiptamenn og klára mikið af samningum og ræða körfubolta. Það er gaman að sjá öll þessi stóru andlit í hótelanddyrinu en öll liðin eru saman á hóteli. Svo er bara brjáluð stemning í bænum, auglýsingaskilti úti um allt og troðfull höll á öllum leikjum,“ segir Jón Arnór.Ætlum að njóta leiksins Við ramman reip verður að draga í undanúrslitaleiknum þar sem Zaragoza-menn mæta stórliði Real Madrid. Jón Arnór er mátulega bjartsýnn fyrir leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að mæta öðru liði og eiga séns á að komast í úrslitaleikinn. Við ætlum bara að njóta leiksins og njóta þess að spila við þá bestu. Real Madrid er með besta liðið í Evrópu í dag þannig að þetta verður rosalega erfitt. En við ætlum bara að sýna hvað við getum og halda höfðinu eins hátt og við getum,“ segir Jón Arnór Stefánsson.
Körfubolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira