Breytingar á DV: Kolbrún verður ritstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2014 16:28 Hallgrímur Thorsteinsson. Vísir/Valli Uppfært klukkan 17:45 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Nánar um það hér. Uppfært klukkan 16:47Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður sameinaðs félags DV og Pressunnar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingaraðgerðum. Alltaf sé erfitt að standa í uppsögnum. Björn Ingi segist ekki muna setjast í ritstjórastól hjá DV. Þá segir hann tilkynningar að vænta frá DV vegna uppsagnanna. Frekari breytingar hafa orðið á ritstjórn DV því Valur Grettisson hefur verið ráðinn til miðilsins. Uppfært klukkan 16:40 Kolbrún Bergþórsdóttir, sem á dögunum lét af störfum á menningardeild Morgunblaðsins, mun taka við starfi ritstjóra DV. RÚV greindi fyrst frá og segir hana munu gegna starfi annars tveggja ritstjóra og hefja störf mánudaginn 5. janúar. Þá hafi ritstjóranum Hallgrími Thorsteinssyni verið sagt upp störfum.Þremur blaðamönnum DV sagt upp Þrír blaðamenn DV misstu vinnuna í dag. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað á miðlinum í skemmri tíma. Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, segist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið. DV muni senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins. Aðspurður segir Steinn Kári að tilkynningarinnar sé að vænta innan tíðar. Þá vildi Steinn Kári ekki svara því hvort Hallgrímur Thorsteinsson yrði áfram ritstjóri DV. Hallgrímur tók við starfinu þegar Reyni Traustasyni var sagt upp í kjölfar yfirtöku Þorsteins Guðnasonar og fleiri á DV í haust. Ekki náðist í Hallgrím við vinnslu fréttarinnar. Meðal þeirra sem misstu vinnuna í dag er María Lilja Þrastardóttir sem greindi frá uppsögninni á Twitter.Í dag var ég rekin í annað sinn á árinu. Megi 2014 fokka sér duglega.— María Lilja Þrastar (@marialiljath) December 30, 2014 Fjölmiðlar Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira
Uppfært klukkan 17:45 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. Nánar um það hér. Uppfært klukkan 16:47Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður sameinaðs félags DV og Pressunnar, segir í samtali við Vísi að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingaraðgerðum. Alltaf sé erfitt að standa í uppsögnum. Björn Ingi segist ekki muna setjast í ritstjórastól hjá DV. Þá segir hann tilkynningar að vænta frá DV vegna uppsagnanna. Frekari breytingar hafa orðið á ritstjórn DV því Valur Grettisson hefur verið ráðinn til miðilsins. Uppfært klukkan 16:40 Kolbrún Bergþórsdóttir, sem á dögunum lét af störfum á menningardeild Morgunblaðsins, mun taka við starfi ritstjóra DV. RÚV greindi fyrst frá og segir hana munu gegna starfi annars tveggja ritstjóra og hefja störf mánudaginn 5. janúar. Þá hafi ritstjóranum Hallgrími Thorsteinssyni verið sagt upp störfum.Þremur blaðamönnum DV sagt upp Þrír blaðamenn DV misstu vinnuna í dag. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa starfað á miðlinum í skemmri tíma. Steinn Kári Ragnarsson, framkvæmdastjóri DV, segist í samtali við Vísi ekkert geta tjáð sig um málið. DV muni senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins. Aðspurður segir Steinn Kári að tilkynningarinnar sé að vænta innan tíðar. Þá vildi Steinn Kári ekki svara því hvort Hallgrímur Thorsteinsson yrði áfram ritstjóri DV. Hallgrímur tók við starfinu þegar Reyni Traustasyni var sagt upp í kjölfar yfirtöku Þorsteins Guðnasonar og fleiri á DV í haust. Ekki náðist í Hallgrím við vinnslu fréttarinnar. Meðal þeirra sem misstu vinnuna í dag er María Lilja Þrastardóttir sem greindi frá uppsögninni á Twitter.Í dag var ég rekin í annað sinn á árinu. Megi 2014 fokka sér duglega.— María Lilja Þrastar (@marialiljath) December 30, 2014
Fjölmiðlar Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira