Íslenski boltinn

Orri Sigurður samdi við Val

Orri og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Orri og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. mynd/valur
Unglingalandsliðsmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Val.

Hann kemur til félagsins frá danska félaginu AGF. Hann hefur verið fastamaður í íslenska U-21 árs liðinu og hefur spilað vel yfir 50 unglingalandsleiki í heildina.

Orri er uppalinn HK-ingur en gekk í raðir AGF árið 2012 en kaus að róa á önnur mið eftir að síðasta tímabili lauk.

Fram kemur í frétt á heimasíðu Vals að Orri muni spila sem miðvörður hjá Val en hann hefur verið í bakvarðarstöðunni hjá U-21 árs landsliðinu. Hann getur leyst báðar stöður með sóma.

Hér að neðan má sjá viðtal við nýjasta liðsmann Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×