Erlent

Lítil sem engin internettenging í Norður-Kóreu

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Norður-Kóreu.
Frá Norður-Kóreu. Vísir/AP
Norður-Kórea hefur í kvöld átt við miklar truflanir á internettengingu að stríða. Doug Madory, sérfræðingur í internetgreiningu, segir í samtali við fréttaveituna AP að landið sé „alveg niðri.“

Bandarísk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um það hvort þau eigi hlut í máli en Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrir helgi að brugðist yrði við árás netþrjóta á kvikmyndarisann Sony, sem ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið kennt um.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa ítrekað neitað því að standa að baki tölvuárásinni á Sony, sem olli fyrirtækinu miklum skaða. En þau hafa einnig mánuðum saman fordæmt gerð kvikmyndarinnar The Interview, gamanmyndar sem snýst um tilraun til að bana leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un.

Samkvæmt frétt AP hófust nettruflanir í Norður-Kóreu um helgina og hafa versnað mikið síðan. Fá lönd í heiminum búa við jafn lélegt aðgengi að internetinu alla jafna og Asíuríkið smáa og er það talið tiltölulega lítið mál fyrir tölvuþrjóta að lama netþjónustu landsins alfarið. Þó er enn ekki víst að um tölvuárás, frekar en bilun, sé að ræða.


Tengdar fréttir

BitTorrent vill birta The Interview

Fjölmargir hafa beðið Sony um að birta kvikmyndina á netinu, en stóru efnisveiturnar hafa ekki stigið fram.

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×