Erlent

Kalla Barack Obama "apa“

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjóðaröryggisráð Norður-Kóreu segir Barack Obama vera höfuðpaurinn á bakvið The Interview.
Þjóðaröryggisráð Norður-Kóreu segir Barack Obama vera höfuðpaurinn á bakvið The Interview. Vísir/AFP
Þjóðaröryggisráð Norður-Kóreu kallaði í dag Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, apa og sakaði hann um að standa að baki gerðar kvikmyndarinnar The Interview. Þá segir ráðið að Bandaríkin hafi lokað fyrir netaðgang þjóðarinnar.

„Obama hefur alltaf verið kærulaus með orð sín og gjörðir, eins og api í frumskógi,“ hefur AP fréttaveitan eftir talsmanni Þjóðaröryggisráðsins. Kim Jong-un er formaður ráðsins.

Norður-Kórea hefur verið sakað um að koma að tölvuárásinni á kvikmyndadeild Sony, en því hafa þeir neitað. The Interview var birt núna nýverið og ráðið fordæmir þá ákvörðun, sem og myndina sjálfa.

Ráðið segir kvikmyndina vera ólöglega og ósanngjarna. Þeir sögðu hana vera afleiðingu óvinveittrar stefnu Bandaríkjana gagnvart Norður-Kóreu og hótuðu ótilgreindum afleiðingum.

Sýning myndarinnar er fordæmd í tilkynningunni og er hún sögð skaða virðingu leiðtoga Norður-Kóreu og ýta undir hryðjuverk.


Tengdar fréttir

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

Norður-Kórea hótar Bandaríkjunum

„Orðrómar um netárás Norður-Kóreu var búinn til af leppstjórn Suður-Kóreu,“ segir í tilkynningu frá Pyonyang.

Interview sýnd í útvöldum kvikmyndahúsum

Sony hafði áður tilkynnt að myndin yrði ekki frumsýnd á jólunum eins og til stóð eftir tölvuárás á fyrirtækið og hótanir um ofbeldi yrði grínmyndin sýnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×