Fótbolti

Fjórtán stuðningsmenn Krasnodar mættu í Guttagarð

Hluti stuðningsmannanna í góðu yfirlæti furir leik.
Hluti stuðningsmannanna í góðu yfirlæti furir leik.
Þeir stuðningsmenn Krasnodar, lið Ragnars Sigurðssonar, sem mættu á Goodison Park í gær hljóta að teljast með þeim harðari í heiminum.

Leikurinn skipti nákvæmlega engu máli og Everton spilaði nánast á unglingaliðinu sínu í leiknum. Krasnodar var þegar úr leik.

Þrátt fyrir það lögðu fjórtán stuðningsmenn Krasnodar á sig mikið ferðalag til þess að sjá leikinn. Þurftu þeir að taka tvö flug og lest.

Forráðamenn Everton voru svo hrifnir af þessum metnaði að þeir buðu stuðningsmönnunum upp í VIP-stúkuna þar sem eiginkonur leikmanna Krasnodar og stjórnarmenn voru.

Þar fengu strákarnir frítt að borða og drekka. Kunnu þeir vel að meta það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×