Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2014 11:28 Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Vísir/Rósa Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira