Topp tíu: Skoðanaríkir Íslendingar árið 2014 Jakob Bjarnar skrifar 25. desember 2014 20:00 Ungt fólk horfir til útlanda, því hugnast ekki staða mála. Það og ýmislegt fleira var til umræðu á Íslandi árið 2014. visir/stefán Sennilega hafa landsmenn aldrei verið eins duglegir við að skiptast á skoðunum og nú. Sjálfsagt hefur það ekki verið svo að Íslendinga skorti skoðanir. En, nú hafa allar flóðgáttir brostið og fjölmiðlar hafa glatað hlutverki sínu sem hliðverðir; við að vinsa út þær raddir sem menn þar á bæ telja ekki eiga erindi. Samfélagsmiðlar blómstra sem og athugasemdakerfi vefmiðlanna. Þrátt fyrir þetta hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Enda eru þau oftar en ekki kveikja og aflvaki fjörlegra umræðna. Víst er að margir kveinka sér undan umræðunni og telja hana óvægna og ósanngjarna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var ekki búinn að sitja lengi í stól forsætisráðherra þá er hann reit grein um loftárásir fjölmiðla. Og fjölmargir stjórnmálamenn hafa talað um að umræðuhefð hér sé óheft og gölluð. En, það er ekki bara það að allar aðstæður hafi breyst til batnaðar hvað það varðar að allir geta lagt orð í belg. Þrátt fyrir að foringjar ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafi talað um nauðsyn samstöðu meðal þjóðarinnar þá hafa gjörðir ekki fylgt þeim orðum; þeir ráðist í ákaflega umdeildar aðgerðir. Vísir tók fyrir skömmu saman yfirlit yfir mál sem stjórnin hefur sett á dagskrá og orðið til að hleypa hér öllu í bál og brand. Við þann lista má þegar bæta ýmsum umdeildum málum, því varla líður sá dagur, sú vika, að ekki komi fram mál sem margir telja hneyksli. Þetta telja landsmenn að vonum vert að ræða. Hér verða nefndar þær greinar sem Fréttablaðið/Vísir hefur birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – þetta sýnir hvað klukkan slær. Þá vekur það athygli að höfundar þeirra greina sem mesta athygli vöktu eru til þess að gera óþekkt fólk.Gauti Skúlason.1. Út vil ek – ungt fólk ætlar ekki að sætta sig við þettaSú grein sem vakti mesta athygli á árinu fjallar um það mál sem allt snýst í raun og veru um; efnahagsstjórn og framtíðina. Landflótta; um ungt fólk sem ekki ætlar að sætta sig við stöðu mála. Hún er undir fyrirsögninni „Drulluhræddur“ og er eftir ungan háskólanema: Gauta Skúlason. Frísklega rituð og við grípum niður í hana: „Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni.“ Myndin sem Gauti dregur upp er nöturleg og hlýtur að stjaka við ráðamönnum – það er ef þeir eru yfirleitt að hlusta.Hlédís Sveinsdóttir.2. Afskiptalausir feður Næsta grein á lista fjallar einnig um mál sem er allrar athygli vert – samskipti foreldra sem ekki eru í sambúð. Hlédís Sveinsdóttir greip lesendur traustataki með persónulegri grein, þar sem hún lýsir reynslu sinni en grein hennar ber yfirskriftina „Opið bréf til afskiptalausra feðra“. Hlédís skoðar forræðismálin úr ýmsum áttum. „Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt.“Birgir Örn Guðjónsson.3. Mikil viðbrögðGrein númer þrjú á lista reyndist einhver sú umdeildasta á árinu. Greinaskrif brosmildu löggunnar svokölluðu, Birgis Arnar Guðjónssonar, hafa jafnan vakið mikla athygli en hann toppaði sjálfan sig þegar hann birti í nóvember grein sem ber yfirskriftina „Greinin sem má ekki skrifa“. Þar beinir Birgir Örn spjótum sínum að „pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni“; sem samkvæmt Birgi Erni gengur út á að ekki megi ræða málefni innflytjenda, allt virðist leyfilegt nema vera kristinn og það að elska land sitt og þjóð sé litið hornauga. Birgir Örn kemur sem sagt víða við og urðu viðbrögð við grein hans mikil, svo mjög að hann baðst afsökunar á greininni og DV sá í kjölfarið ástæðu til að taka heilsíðuviðtal við hann – allt vegna greinar á Vísi: Þetta form tjáningar er síður en svo að deyja.Lára Kristín og sonur hennar.4. Skammist ykkar Fjórða grein á lista, sem einnig birtist í nóvember, er sannkölluð ádrepa. Lára Kristín Brynjólfsdóttir er móðir drengs sem er með ADHD og Lára Kristín er ekki par ánægð með stöðu mála. Greinin heitir „Hjálpi mér!“ En, pistillinn er ekkert mjálm, Lára Kristín reyndar hundskammar mannskapinn, eða svo gripið sé niður í skrifin: „Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun.“ Skrif Láru Kristínar reyndust nokkur brýning og margir spurðu hvernig í ósköpunum það mætti vera að barn hennar fengi ekki sömu þjónustu og önnur börn í þessu samfélagi.Hanna Björk Egilsdóttir.5. LæknadeilanNæsti pistill á lista snýr að máli sem hefur verið afar ofarlega á baugi þetta árið: Læknadeilan. Læknar hafa verið í verkfalli og heilbrigðiskerfið er af mörgum sagt að hruni komið. Þó ríkisstjórnin hafi staðið í mörgum erfiðum málum, furðu mörgum sé litið til þess að ekki eru liðin tvö ár síðan hún tók við, þá er þetta mál líkast til það sem hefur verið að reynast henni hvað erfiðast. Hanna Björk Egilsdóttir bregður fyrir sig stílbragði sem stendur á gömlum merg á Íslandi: Öfugmælavísunni. Það virkar vel. „Hvað eru þessir læknar að kvarta?“ heitir pistillinn og hefst á þessum orðum: „Þetta er nú meiri frekjan í þessum læknum. Vilja fá há laun fyrir 100% dagvinnu þegar þeir geta auðveldlega tekið að sér aukavinnu, eins og við hin, til að hækka laun sín. Vita þeir ekki að kreppan hefur áhrif á alla? Líka lækna?“6. Brýning til framhaldsskólanema Næsta grein er stutt, frá í febrúar, áskorun til framhaldsskólanema og er listi yfir höfunda nánast jafn langur og greinin sjálf. Þetta er sem sagt brýning frá formönnum nemendafélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa þungar áhyggjur því í hvað stefnir með námið, en framhaldsskólakennarar áttu í launadeilu og það stefndi í verkfall. „Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!“Aðalbjörg Stefánía Helgadóttir.7. Menntun fyrir þá sem eldri eru en 25 ára „Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór.“ Svo hefst grein eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur og snýr hún að enn einu hitamálinu sem einkenndi árið, sem eru fyrirætlanir Illuga Gunnarssonar um að leggja af framhaldsskólanám fyrir 25 ára og eldri. Þetta hefur lagst misvel í mannskapinn og Aðalbjörg rekur sína reynslu; hún lét drauminn um að mennta sig rætast eftir að hafa staðið í barneignum. „Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag.“ Fjölmargir urðu til að taka undir með Aðalbjörgu og voru ríkisstjórninni ekki vandaðar kveðjurnar í athugasemdakerfum; og rétt tæp fimm þúsund deildu greininni.Vera Wonder fjallaði um kynferðislega áreitni í grein sem vakti mikla athygli.8. Íslenskir pervertar og áreiti Í febrúar birtist grein sem vakti mikla athygli, undir yfirskriftinni „Ég er bara normið“. Og er höfundur þeirrar greinar eiginlega sá fyrsti, og sá eini reyndar á lista, sem telst þekktur á Íslandi í hópi höfunda pistla sem vöktu mesta athygli á árinu. Þetta er sjónvarpskonan Vera Wonder Sölvadóttir sem segir lesendum af því þegar hún uppgötvaði að hún var í raun fórnarlamb kynferðislegs áreitis. Og fremur grófu – ef miðað við grein Veru eru pervertarnir víða: „Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna.“9. Þjóðarmorð á Palestínumönnum Skrif Hlédísar Sveinsdóttur hittu í mark á árinu 2014, óhætt er að segja það því hún er hér öðru sinni á topp tíu lista yfir þá pistla sem mesta athygli vöktu. Í ágúst skrifar hún grein, þá fyrstu í þessari samantekt, sem snýr að utanríkismálum. Hlédís gerir að umfjöllunarefni ástandið á Gazasvæðinu: „Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög.“Jón Karl Snorrason.10. Til bjargar Landspítalanum Það fer vel á því að númer 10 á þessum lista sé pistill sem snýr að ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Hann birtist í október, er eftir flugmanninn Jón Karl Snorrason sem kemur fram með hugmynd, hvernig bjarga megi Landspítalanum. Hann er orðinn alveg hundleiður á því að hlusta á ráðalausa ráðherra og alþingismenn fjasa um málið meðan okkar færustu læknar eru að flýja land, vegna kjara og úreltra tækja og húsakynna Landspítalans. Og Jón Karl býður uppá hugmynd; sem felst í því að stofna afmælissjóð: „Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust.“ Jón Karl segist ekki vera búinn að útfæra hugmyndina nákvæmlega en leggur á það áherslu að pólitíkusar komist ekki með puttana í sjóðinn. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Sennilega hafa landsmenn aldrei verið eins duglegir við að skiptast á skoðunum og nú. Sjálfsagt hefur það ekki verið svo að Íslendinga skorti skoðanir. En, nú hafa allar flóðgáttir brostið og fjölmiðlar hafa glatað hlutverki sínu sem hliðverðir; við að vinsa út þær raddir sem menn þar á bæ telja ekki eiga erindi. Samfélagsmiðlar blómstra sem og athugasemdakerfi vefmiðlanna. Þrátt fyrir þetta hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Enda eru þau oftar en ekki kveikja og aflvaki fjörlegra umræðna. Víst er að margir kveinka sér undan umræðunni og telja hana óvægna og ósanngjarna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var ekki búinn að sitja lengi í stól forsætisráðherra þá er hann reit grein um loftárásir fjölmiðla. Og fjölmargir stjórnmálamenn hafa talað um að umræðuhefð hér sé óheft og gölluð. En, það er ekki bara það að allar aðstæður hafi breyst til batnaðar hvað það varðar að allir geta lagt orð í belg. Þrátt fyrir að foringjar ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafi talað um nauðsyn samstöðu meðal þjóðarinnar þá hafa gjörðir ekki fylgt þeim orðum; þeir ráðist í ákaflega umdeildar aðgerðir. Vísir tók fyrir skömmu saman yfirlit yfir mál sem stjórnin hefur sett á dagskrá og orðið til að hleypa hér öllu í bál og brand. Við þann lista má þegar bæta ýmsum umdeildum málum, því varla líður sá dagur, sú vika, að ekki komi fram mál sem margir telja hneyksli. Þetta telja landsmenn að vonum vert að ræða. Hér verða nefndar þær greinar sem Fréttablaðið/Vísir hefur birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – þetta sýnir hvað klukkan slær. Þá vekur það athygli að höfundar þeirra greina sem mesta athygli vöktu eru til þess að gera óþekkt fólk.Gauti Skúlason.1. Út vil ek – ungt fólk ætlar ekki að sætta sig við þettaSú grein sem vakti mesta athygli á árinu fjallar um það mál sem allt snýst í raun og veru um; efnahagsstjórn og framtíðina. Landflótta; um ungt fólk sem ekki ætlar að sætta sig við stöðu mála. Hún er undir fyrirsögninni „Drulluhræddur“ og er eftir ungan háskólanema: Gauta Skúlason. Frísklega rituð og við grípum niður í hana: „Til dæmis bíð ég eiginlega eftir því að Bjarni og Sigmundur komi hlæjandi fram með nýja fjármálafrumvarpið og segi „Djöfull náðum við ykkur þarna HA! Þið hefðuð átt að sjá svipinn á ykkur!“. Auddi Blö kemur svo hlaupandi með cameru-mann í eftirdragi og segir „Teeeeekin“. Eftir allt það sem hefur á undan gengið finnst mér þetta alls ekki svo fjarstæður möguleiki. Menntun mín kemur til með að steypa mér í skuldir ævilangt, sem ég á að borga með vinnu sem er ekki alls kostar víst að ég fái einu sinni.“ Myndin sem Gauti dregur upp er nöturleg og hlýtur að stjaka við ráðamönnum – það er ef þeir eru yfirleitt að hlusta.Hlédís Sveinsdóttir.2. Afskiptalausir feður Næsta grein á lista fjallar einnig um mál sem er allrar athygli vert – samskipti foreldra sem ekki eru í sambúð. Hlédís Sveinsdóttir greip lesendur traustataki með persónulegri grein, þar sem hún lýsir reynslu sinni en grein hennar ber yfirskriftina „Opið bréf til afskiptalausra feðra“. Hlédís skoðar forræðismálin úr ýmsum áttum. „Óvænt þungun er ekki bara erfið upplifun fyrir föðurinn, þar tala ég af reynslu. Ég minnist þess að hafa gengið í gegnum öll stig áfalls. Fyrst fann ég fyrir ofsareiði gagnvart manninum sem barnaði mig, þó ég telji mig vita að það hafi ekki verið af ásettu ráði og ábyrgð okkar beggja jöfn. Síðan tók við hræðsla og afneitun þar sem ég gat ekki horfst í augun við staðreyndir. Þá sorg yfir forsendum þungunarinnar og loks sátt við það sem ekki fæst breytt.“Birgir Örn Guðjónsson.3. Mikil viðbrögðGrein númer þrjú á lista reyndist einhver sú umdeildasta á árinu. Greinaskrif brosmildu löggunnar svokölluðu, Birgis Arnar Guðjónssonar, hafa jafnan vakið mikla athygli en hann toppaði sjálfan sig þegar hann birti í nóvember grein sem ber yfirskriftina „Greinin sem má ekki skrifa“. Þar beinir Birgir Örn spjótum sínum að „pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni“; sem samkvæmt Birgi Erni gengur út á að ekki megi ræða málefni innflytjenda, allt virðist leyfilegt nema vera kristinn og það að elska land sitt og þjóð sé litið hornauga. Birgir Örn kemur sem sagt víða við og urðu viðbrögð við grein hans mikil, svo mjög að hann baðst afsökunar á greininni og DV sá í kjölfarið ástæðu til að taka heilsíðuviðtal við hann – allt vegna greinar á Vísi: Þetta form tjáningar er síður en svo að deyja.Lára Kristín og sonur hennar.4. Skammist ykkar Fjórða grein á lista, sem einnig birtist í nóvember, er sannkölluð ádrepa. Lára Kristín Brynjólfsdóttir er móðir drengs sem er með ADHD og Lára Kristín er ekki par ánægð með stöðu mála. Greinin heitir „Hjálpi mér!“ En, pistillinn er ekkert mjálm, Lára Kristín reyndar hundskammar mannskapinn, eða svo gripið sé niður í skrifin: „Skammist ykkar! Það er það eina sem ég fæ upp í huga minn. Það er skömm af því að hampa einungis börnum sem þurfa ekki að ganga í gegnum sömu raunir og fötluð börn. Af hverju fær barnið mitt og önnur börn með andlegar hindranir ekki sömu aðstoð og börn sem búa til dæmis við hreyfifötlun.“ Skrif Láru Kristínar reyndust nokkur brýning og margir spurðu hvernig í ósköpunum það mætti vera að barn hennar fengi ekki sömu þjónustu og önnur börn í þessu samfélagi.Hanna Björk Egilsdóttir.5. LæknadeilanNæsti pistill á lista snýr að máli sem hefur verið afar ofarlega á baugi þetta árið: Læknadeilan. Læknar hafa verið í verkfalli og heilbrigðiskerfið er af mörgum sagt að hruni komið. Þó ríkisstjórnin hafi staðið í mörgum erfiðum málum, furðu mörgum sé litið til þess að ekki eru liðin tvö ár síðan hún tók við, þá er þetta mál líkast til það sem hefur verið að reynast henni hvað erfiðast. Hanna Björk Egilsdóttir bregður fyrir sig stílbragði sem stendur á gömlum merg á Íslandi: Öfugmælavísunni. Það virkar vel. „Hvað eru þessir læknar að kvarta?“ heitir pistillinn og hefst á þessum orðum: „Þetta er nú meiri frekjan í þessum læknum. Vilja fá há laun fyrir 100% dagvinnu þegar þeir geta auðveldlega tekið að sér aukavinnu, eins og við hin, til að hækka laun sín. Vita þeir ekki að kreppan hefur áhrif á alla? Líka lækna?“6. Brýning til framhaldsskólanema Næsta grein er stutt, frá í febrúar, áskorun til framhaldsskólanema og er listi yfir höfunda nánast jafn langur og greinin sjálf. Þetta er sem sagt brýning frá formönnum nemendafélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa þungar áhyggjur því í hvað stefnir með námið, en framhaldsskólakennarar áttu í launadeilu og það stefndi í verkfall. „Við erum að biðja þig um hjálp, við erum að biðja þig um að standa með okkur og mótmæla. Við mótmælum ekki verkfallinu sjálfu heldur þeim aðstæðum sem gefa kennurunum okkar enga annarra kosta völ en að fara í verkfall. Sýnum þeim að okkur er ekki sama!“Aðalbjörg Stefánía Helgadóttir.7. Menntun fyrir þá sem eldri eru en 25 ára „Ég heiti Aðalbjörg. Ég er sjúkraliði, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í heilbrigðisvísindum. Þegar ég var 10 ára var ég ákveðin í því að verða hjúkrunarfræðingur þegar ég yrði stór.“ Svo hefst grein eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur og snýr hún að enn einu hitamálinu sem einkenndi árið, sem eru fyrirætlanir Illuga Gunnarssonar um að leggja af framhaldsskólanám fyrir 25 ára og eldri. Þetta hefur lagst misvel í mannskapinn og Aðalbjörg rekur sína reynslu; hún lét drauminn um að mennta sig rætast eftir að hafa staðið í barneignum. „Það var vegna frelsis í menntamálum á Íslandi árið 2004, sem ég er sú sem ég er í dag.“ Fjölmargir urðu til að taka undir með Aðalbjörgu og voru ríkisstjórninni ekki vandaðar kveðjurnar í athugasemdakerfum; og rétt tæp fimm þúsund deildu greininni.Vera Wonder fjallaði um kynferðislega áreitni í grein sem vakti mikla athygli.8. Íslenskir pervertar og áreiti Í febrúar birtist grein sem vakti mikla athygli, undir yfirskriftinni „Ég er bara normið“. Og er höfundur þeirrar greinar eiginlega sá fyrsti, og sá eini reyndar á lista, sem telst þekktur á Íslandi í hópi höfunda pistla sem vöktu mesta athygli á árinu. Þetta er sjónvarpskonan Vera Wonder Sölvadóttir sem segir lesendum af því þegar hún uppgötvaði að hún var í raun fórnarlamb kynferðislegs áreitis. Og fremur grófu – ef miðað við grein Veru eru pervertarnir víða: „Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi eftir röð atvika sem flokkast undir kynferðislegt áreiti. Mér hefur verið boðinn peningur fyrir að horfa á menn runka sér. Náungi kom að mér í verslunarmiðstöð og greip um klofið á mér þegar ég var í pilsi. Ég hef líklega verið tólf, þrettán ára. Ég var með mömmu en sagði henni aldrei frá því af skömm. Ég hætti bara að ganga í pilsi. Menn hafa berað sig óumbeðnir fyrir framan mig. Ég hef ítrekað lent í rassa-, brjósta-, píkuklípum á skemmtistöðum. Ég hef verið elt heim oftar en ég kæri mig um að muna.“9. Þjóðarmorð á Palestínumönnum Skrif Hlédísar Sveinsdóttur hittu í mark á árinu 2014, óhætt er að segja það því hún er hér öðru sinni á topp tíu lista yfir þá pistla sem mesta athygli vöktu. Í ágúst skrifar hún grein, þá fyrstu í þessari samantekt, sem snýr að utanríkismálum. Hlédís gerir að umfjöllunarefni ástandið á Gazasvæðinu: „Það er Helför í gangi í dag, núna. Ég líki þessu saman við jafn skelfilegan atburð og Helförina vegna þess að í mínum huga eru þetta ekki deilur og ekki stríð. Í deilum og stríði takast tveir eða fleiri á með tiltölulega jöfnum styrk. Í þjóðarmorði eru eittþúsund sjöhundruð og sextán Palestínumenn, að stórum hluta börn, drepin með köldu blóði á móti sextíu og þremur Ísraelum. Allt eru þetta jafn verðmæt líf, þó öðru megin séu það þjálfaðir hermenn sem falla (utan þriggja) en óbreyttir borgarar og börn að stórum hluta hinum megin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher fer í þjóðarhreinsun á Palestínumönnum, og ekki það síðasta ef alþjóðasamfélagið vaknar ekki og þvingar Ísrael til að virða alþjóðalög.“Jón Karl Snorrason.10. Til bjargar Landspítalanum Það fer vel á því að númer 10 á þessum lista sé pistill sem snýr að ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Hann birtist í október, er eftir flugmanninn Jón Karl Snorrason sem kemur fram með hugmynd, hvernig bjarga megi Landspítalanum. Hann er orðinn alveg hundleiður á því að hlusta á ráðalausa ráðherra og alþingismenn fjasa um málið meðan okkar færustu læknar eru að flýja land, vegna kjara og úreltra tækja og húsakynna Landspítalans. Og Jón Karl býður uppá hugmynd; sem felst í því að stofna afmælissjóð: „Allir eiga afmæli einu sinni á ári og þá sting ég upp á að afmælisbarnið, hafi það ekki þurft á sjúkrahúsvist að halda síðustu tvö ár, gefi í afmælissjóðinn 5.000 til 15.000 krónur á afmælisdaginn, nafnlaust.“ Jón Karl segist ekki vera búinn að útfæra hugmyndina nákvæmlega en leggur á það áherslu að pólitíkusar komist ekki með puttana í sjóðinn.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira