Uber bannað á Spáni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2014 15:32 Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Getty Images Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni. Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna starfsemi Uber þar í landi. Vísir sagði frá því í dag að stjórnvöld á Taílandi hefðu tekið samskonar ákvörðun og í gær var sagt frá því að Uber mætti ekki lengur starfa í Nýju Delí á Indlandi. Bandaríska síðan The Verge greinir frá. Hollendingar bönnuðu einnig starfsemi Uber í gær. Dómari í Madríd á Spáni kvað upp úrskurð í dag um að Uber starfaði ekki eftir settum reglum þar sem ökumenn væru ekki skráðir. Samtök leigubílstjóra í borginni skutu málinu til dómstóla en Uber hefur mætt harðri gagnrýni leigubílstjóra víða þar sem fyrirtækið hefur hafið störf. Stjórnvöld á Taílandi tóku ákvörðun á sambærilegum forsendum í dag en þar var líka fundið að greiðslufyrirkomulagi fyrirtækisins, sem fram fer í gegnum app. Indverk stjórnvöld bönnuðu starfsemi Uber í kjölfar þess að bílstjóri á vegum fyrirtækisins var sakaður um að nauðga farþega. Stjórnvöld þar hafa nú lagt bann á leigubílaþjónustur sem hægt er að bóka í gegnum öpp og internetið.Vísir fjallaði í gær um að Uber væri byrjað að undirbúa starfsemi hér á landi. Uber starfar að mörgu leiti á svipaðan hátt og hefðbundnar leigubílaþjónustur. Fyrirtækið bíður hinsvegar upp á mismunandi möguleika, þar á meðal einskonar lággjaldaþjónustu þar sem ökumenn skutla viðskiptavinum á venjulegum, ómerktum bílum fyrir lága þóknun. Mismunandi kröfur eru gerðar til ökumanna Uber en samkvæmt upplýsingum á heimasíðu fyrirtækisins er sú krafa gerð að þeir hafi leyfi til fólksflutninga í atvinnuskyni.
Tengdar fréttir Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Uber bannað í Taílandi Ökumenn fyrirtækisins ekki með leyfi til að stunda akstur í atvinnuskyni. 9. desember 2014 11:45
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06